Stefnir - 01.04.1950, Page 12
10
S'fEFNIR
Forseti íslands skipar ráSuneyti Ólafs Thors á ríkisráSsfundi 6. desember.
þýðuflokksins, Stefáns Jóhanns
Stefánssonar. Var sú stjórnar-
myndun tvímælalaust spor í
rétta átt. En þessi samvinna lýð-
ræðisflokkanna var því miður
nokkur haltrandi. Stærsti flokk-
ur stjórnarinnar, Sjálfstæðis-
flokkurinn, gekk að vísu í hana
af heilum liug. En hvorki Al-
þýðuflokkurinn né Framsóknar-
flokkuriim gengu þar heilir til
skógar. Forystumenn Alþýðu-
flokksins voru þess þó alráðnir
að vinna stjórninni vel og aí
fullum heilindum. En af 9 þing-
mönnum flokksins voru tveir
henni mjög ótryggir og andvígir.
Varð flokknum mikill bagi og
vansi að þeim hala sínum ekki
síst vegna þess að kommúnistar
höfðu náð allgóðu taki á hon-
um. Kom það einkum í ljós í
hinum hörðu átökum, sem eíðar
urðu um þýðingarmikil utanrík-
ismál. Framsóknarflokkurinn var
mjög klofinn um þessa stjórnar-
myndun. Annar aðalleiðtogi
hans, Hermann jónasson, var
henni mjög andvígur og kom
það því betur í ljós, sem lengra
leið frá henni. Fór þannig að
lokum að Framsóknarflokkurinn
rauf samstarfið á s. 1. smri með
því yfirvarpi að samstarfsflokk-
arnir hefðu ekki viljað semja um
nýjar leiðir í dýrtíðarmálunum.
Kjarni þess máls var þó sá, að
á það revndi aldrei, hvort Sjálf-