Stefnir - 01.04.1950, Page 13

Stefnir - 01.04.1950, Page 13
INNLEND STJÓRNMÁL 11 stjæðismenn og Alþýðuflokkur- inn vildu semja um lausn þeirra mála. Framsóknarmenn settu aldrei fram neinar glöggt mótað- ar tillögur í þá átt og vildu raun- verulega ekki freista þess að ná samkomulagi um lausn þeirra. Þeir vildu kosningar, sumpart vegna þess að stjórninni hafði mistekist það meginhlutverk sitt að verulegu leyti að stöðva vöxt verðbólgunnar eða draga úr henni, sumpart vegna hins að eldur brann innan flokks þeirra um afstöðuna til hennar. Urslit kosninganna sýndu litlar breyt- ingar. Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt lítillega að hundraðs- hluta, Framsóknarmenn unnu upp brot af tapi sínu í kosning- unum 1946 og hafa nú 24,5% kjósendafylgis í stað 26,6% árið 1942, kommúnistar töpuðu einu þingsæti en Alþýðuflokkurinn tveimur og hafði nú aðeins 7 þingsæti. Arangur kosninganna virtist því ekki mikill, ekki síst þegar á það er litið að nær óbrúanlegt djúp virtist hafa skapast milli lýðræðisflokkanna að þeim loknum. Alþýðuflokkurinn var reiður og sár eftir tapið og lélega reynslu af stuðningi Framsókn- ar við „fyrstu stjórn Alþýðu- flokksins14 eins og blað hans kall- aði ríkisstjórn formanns hans. Flokkurinn lýsti því svo yfir, að hann drægi sig út úr pólitík og mun það frumlegasta yfirlýsing, sem nokkur stjórnmálaflokkur í heiminum hefur gefið. Bað hann nú Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sókn að gera svo vel. Sætin væru laus. En Framsókn vildi enga samvinnu við Sjálfstæðismenn. Þegar formanni hennar var falin tilraun til myndunar meirihluta- stjórnar ræddi hann ekki við S]álfsiæðismenn nema um mögu- leika væntanlegs stuðnings hans við nýja toll- og skattheimtu til þess að halda áfram útflutnings- uppbótum og niðurgreiðslum ef svo kynni að fara, að Framsókn næði samkomulagi við Alþýðu- flokkinn um stjórnarmyndun. Virtist nú lítið orðið eftir af „úr- ræðum“ Framsóknar í dýrtíðar- málum, hinum margumtöluðu og víðfrægu. En Hermann Jónasson kom hryggbrotinn frá Stefáni Jó- hanni þrátt fyrir ýms lystileg til- boð til Alþýðuflokksins, svo sem kosningabandalag gegn Sjálfstæð- ismönnum í næstu kosningum. Alþýðuflokkurinn hafði sezt í helgan stein og grét lánleysi Framsóknar þurrum tárum. Niðurstaðan varð því sú, að ekki reyndist unnt að mynda meirihlutastjórn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.