Stefnir - 01.04.1950, Page 15

Stefnir - 01.04.1950, Page 15
INNLEND S'l'JÓRNMÁL 13 is sem hingað til. Til þess bæri þjóðarnauðsyn. Við mörg tæki- færi síðar ítrekaði Ólafur Thors þessi ummæli sín. Er það ekki ofmælt að hann hafi notað hvert tækifæri, er honum gafst til þess að hvetja til víðtæks samstarfs um lausn vandamálanna. Lá það og í augum uppi, að minnihhluta- stjórn hafði engan veginn næga möguleika til þess að koma fram ]>eim ráðstöfunum, sem aðkall- andi þjóðarnauðsyn krafðist. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins tók þegar til við undirbúning nýrra úrræða í þeim málum. sem nú kröfðuvst tafarlítillar lausnar. Varð það fljótlega ljóst, að ekki yrði hjá því komist, að gera bráðabirgðaráðstafanir til þess að koma vélbátaflotanum á stað á vetrarvertíð. Hafði ríkiisstjórnin forystu um það, að framlengd var ríkisábyrgð á framleiðslu hans fyrri hluta ársins. Var frumvarp um það samþykkt í janúarbyrjun, en stjórnin lýsti því jafnframt yf- ir, að fyrir 1. marz hygðist hún leggja tillögur sínar um víðtæk- ar ráðstafanir í efnahagsmálum fyrir Alþingi. Undirbúningur þeirra krafðist mikils starfs. Má segja, að ríkis- stjórnin og sérfræðingar hennar I hagmálum, þeir dr. Benjamín Eiríksson og Ólafur Björnsson prófessor, hafi unnið að þeim dag og nótt frá því að ríkisstjórn- in tók við völdum, 6. des., og þar til þær voru fullbúnar, en þá voru þær sendar hinum lýðræð- isflokkunum með þeirri ósk Sjálf- stæðisflokksins, að um þær tækist samstarf milli þessara flokka. Var það 2. febrúar. Það, sem e. t. v. Niðurstaða var mests virði í um leiðir. liinni glöggu greinargerð hag- fræðinganna, sem ríkisstjórnin lét fylgja tillögum sínum, var það, að þar voru viðfangsefnin, verð- bólgan og efnahagserfiðleikarn- ir, krufin betur ti! mergjar en nokkru sinni áður. Greinilegur samanburður var þar jafnframt gerður á þeim leiðum, sem til greina komu til úrbóta. Á þetta hafði mjög brostið áður. Allir þóttust vera því fylgjandi, að ,,eitthvað“ yrði gert í dýrtíðar- málunum. En hvað það ætti að vera, sveif jafnan í lausu lofti. Hagfræðingarnir sýndu fram á það með ljósum rökum, hvernig þau úrræði verkuðu, sem um væri að ræða. Þau voru fyrst og fremst þrjú: Verðhjöðnun eða niður- færsla, gengislækkun íslenzks gjaldmiðils og loks sú leið, sem áður hafði verið farin, stvrkja- og niðurgreiðsluleiðin. Saman-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.