Stefnir - 01.04.1950, Side 33

Stefnir - 01.04.1950, Side 33
hvað er sannleikur? 31 rétt frá röngu, því að oftast er hvert mál og hver pólitísk frétt sögS á marga vegu. Raunar er sennilega ekki eins mikið um það °g almennt er haldið, að blöðin ílytji ósannar fréttir eða skýri beinlínis rangt frá málsatvikum, en niðurstaðan verður þó oft þannig, því aö þegar aðeins er sagt frá þeim hliðum málsins, sem geðþekk eru viðkomandi flokki, getur sá frásögn gefið al- ranga mynd af raunveruleikan- um. Orð Pílatusar munu því æði oft koma fram á varir fólks, sem i dag fes stjórnmálablöðin og hlýðir á stjórnmálaumræður: „Hvað er sannleikur?“ Og það er oft ekki að ófyrirsynju, að svo er spurt. Þetta virðingarleysi fyrir sann- leika og réltsýni er mesta mein- semd stjórnmálastarfseminnar, og í kjölfar hennar fylgir sú tor- tryggni, sem gerir stjórnmálaleið- togum og flokkum svo erfitt að eiga einlægt samstarf um úrlausn þjóðfélagsmálanna. Það er miklu oftar þessi tortryggni og óttinn við áróður andstæðinganna, sem hindrar samstarf flokka heldur en ágreiningur um stefnuna. Og það er þessi rotnun í stjórnmála- baráttunni, sem veldur því, að sú skoðun hefur orðið allútbreidd, að siðspillandi væri að koma ná- lægt stjórnmálum. Lýðræðislegu stjórnarfari er jafnan mikil hætta búin, þegar hinn almenni borgari snýr baki við stjórnmálastarfseminni og missir traust á þeim stofnunum, sem eiga að fara með stjórn landsins í umboði fólksins. Þá er komið tækifæri einræðisafl- anna til þess að vega að lýðræðis- skipulaginu. Sé stjórnmálastarf- semin á heilbrigðum gundvelli og mótuð af því meginsjónarmiði að reyna að verða þjóðfélaginu að sem mestu gagni, þá er und- irstaða fengin undir raunverulegt lýðræðisskipulag, sem einræðis- og öfgastefnur munu ekki geta unnið bug á. Það, sem unga fólkið í landinu ætti að sameinast um, hvar í flokki, sem það annars stendur, er að uppræta þessa meinsemd úr stjórnmálalífi þjóðarinnar. Tækist að skapa nógu almenna virðingu fyrir sannleika og rétt- sýni í samskiptum stjórnmála- manna og flokka, þá mundi mörg- um hindrunum auðveldlega verða rutt úr vegi til einlægari sam- vinnu um hin þjóðfélagslegu vandamál, og það mundi verða mönnuin keppikefli að starfa að þeim málum. Það er á valdi hvers einstaks
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.