Stefnir - 01.04.1950, Síða 40
38
STEFNIR
á landi hér. Eigum vér að gera það eða sætta oss við ennþá meira
mannfall í landbúnaðinum?
III.
FYRIR TUTTUGU OG TVEIM ÁRUM komst Jón Þorláksson þannig
að orði:
„Það er nú viðurkennt af öllum hugsandi mönnum í landinu, að
næsta og stærsta verkefnið, sem fram undan liggur á sviði efnahags-
málanna er vi'ðreisn landbúnaðarins. Framkvæmd þeirrar hugsjónar
er margþætt mál, og engin úrlausn fæst utan með samstarfi einstakl-
inga og þjóðfélagsheildar. Veigamesta þáttinn í viðreisnarstarfinu
verða þó einstaklingarnir að leggja til. Þeir verða í rauninni að vinna
allt verkið. Bændastéttin verður sjálf að rækta jörðina, ala upp kvik-
féð og byggja húsin yfir menn, skepnur og jarðargróða á bændabýl-
unum. Ef hændastéttin í víðustu merkingu, þ. e. vinnandi fólkið í
sveitunum, ekki vinnur þessi verk, þá verða þau ógerð. En það er
þjóðfélagsheildarinnar að gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að
ræktunin, ef rétt er framkvæmd, geti borið arð, þar á meðal fyrst og
fremst að leggja hjálp til nauðsynlegra samgöngubóta, svo að af-
urðum jarðarinnar verði fundinn markaður, svo að blóðrás við-
skiftalífsins geti líka náð til bændabvlanna úti um allar sveitir lands.
Ollum forvígismönnum landbúnaðarins er það Ijóst, að búnaður-
inn verður að taka stórkostlegum breytingum, til þess að komast í
hliðstætt horf við aðra nútíma-atvinnuvegi. Ræktun jarðarinnar þarf
að verða undirstaða búskaparins, og það fullkomin jarðrækt. Húsun
býlanna er annað mikla viðfangsefnið. Það verður að ætlast til mik-
ils af þeirri kynslóð bændastéttarinnar, sem kemur íslenzka landbún-
aðinum í fullkomið nútímahorf, eftir kyrrstöðu 30 kynslóða.
Hugur ræður hálfum sigri, segir máltækið, og er alveg satt. Ef
bændastéttin fær sig ekki til að trúa því, að hún geti innt af hendi
viðreisnarstarfið, þá gerir hún það ekki heldur. Þá halda bændurnir
áfram að senda börnin sín til sjóplássanna jafnóðum og þau eru
orðin vinnufær, og þar með stendur allt í stað. Ótrú eða veik trú á
landinu og kostum þess er gömul í garði hjá okkur, og þótt hún liafi
hjaðnað dálítið síðustu áratugina, þá er afar auðvelt fyrir hvern,