Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 40

Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 40
38 STEFNIR á landi hér. Eigum vér að gera það eða sætta oss við ennþá meira mannfall í landbúnaðinum? III. FYRIR TUTTUGU OG TVEIM ÁRUM komst Jón Þorláksson þannig að orði: „Það er nú viðurkennt af öllum hugsandi mönnum í landinu, að næsta og stærsta verkefnið, sem fram undan liggur á sviði efnahags- málanna er vi'ðreisn landbúnaðarins. Framkvæmd þeirrar hugsjónar er margþætt mál, og engin úrlausn fæst utan með samstarfi einstakl- inga og þjóðfélagsheildar. Veigamesta þáttinn í viðreisnarstarfinu verða þó einstaklingarnir að leggja til. Þeir verða í rauninni að vinna allt verkið. Bændastéttin verður sjálf að rækta jörðina, ala upp kvik- féð og byggja húsin yfir menn, skepnur og jarðargróða á bændabýl- unum. Ef hændastéttin í víðustu merkingu, þ. e. vinnandi fólkið í sveitunum, ekki vinnur þessi verk, þá verða þau ógerð. En það er þjóðfélagsheildarinnar að gera þær ráðstafanir, sem þarf til þess að ræktunin, ef rétt er framkvæmd, geti borið arð, þar á meðal fyrst og fremst að leggja hjálp til nauðsynlegra samgöngubóta, svo að af- urðum jarðarinnar verði fundinn markaður, svo að blóðrás við- skiftalífsins geti líka náð til bændabvlanna úti um allar sveitir lands. Ollum forvígismönnum landbúnaðarins er það Ijóst, að búnaður- inn verður að taka stórkostlegum breytingum, til þess að komast í hliðstætt horf við aðra nútíma-atvinnuvegi. Ræktun jarðarinnar þarf að verða undirstaða búskaparins, og það fullkomin jarðrækt. Húsun býlanna er annað mikla viðfangsefnið. Það verður að ætlast til mik- ils af þeirri kynslóð bændastéttarinnar, sem kemur íslenzka landbún- aðinum í fullkomið nútímahorf, eftir kyrrstöðu 30 kynslóða. Hugur ræður hálfum sigri, segir máltækið, og er alveg satt. Ef bændastéttin fær sig ekki til að trúa því, að hún geti innt af hendi viðreisnarstarfið, þá gerir hún það ekki heldur. Þá halda bændurnir áfram að senda börnin sín til sjóplássanna jafnóðum og þau eru orðin vinnufær, og þar með stendur allt í stað. Ótrú eða veik trú á landinu og kostum þess er gömul í garði hjá okkur, og þótt hún liafi hjaðnað dálítið síðustu áratugina, þá er afar auðvelt fyrir hvern,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.