Stefnir - 01.04.1950, Síða 43
FÖGUR ER HLÍÐIN
41
Ennfremur nota landsmenn árlega um 2000 smálestir af smjörlíki.
Væri smjör notað í þess stað, sem væri hollt bæði fyrir fjárhag þjóð-
arinnar og heilbrigði, næmi það um 20000 kýrnytum.
Talið er, að erfitt sé, að auka smjörframleiðsluna sökum þess, að
þá skorti markað fyrir undanrennuna. Svo má vera, en þó er ljóst,
að mikil úrræði eru enn lítt notuð á því sviði. Nægir að minna á
skyrið sem var þjóðarréttur og ætti enn að vera það og getur vel
verið það. Neyzla þess er aðeins lítill hluti þess, sem verða mætti.
Við ræktunarbúskap lætur nærri, að hektari túns og kýr á bási
standist á. Við góða ræktun gerir ha betur en að fóðra kúna. Þetta er
engu lakara en í nágrannalöndum vorum, og er grundvöllur þess,
að mjólkurframleiðsla við fullkomna ræktun er tiltölulega auðveld
hér á landi. Með þeirri tækni, sem nú er völ á, er 30 ha tún vel
viðráðanlegt fáliðaðri fjölskyldu. Fimmtíu ha túnið, er orðið við
hæfi bóndans, sem hyggur hærra en til einyrkjabúskapar.
Þegar litið er fram á veginn, er villandi að líta of einhliða á af-
komu mjólkurframleiðenda, eins og nú standa sakir, og það verðlag,
sem nú er á mjólkurvörum. Túnræktin er enn eigi nema svipur hjá
sjón, samanborið við það, sem verða má. Þegar stjórn búnaðarmála
og leiðbeiningastarfsemi á sviði jarðræktar kemst í gott horf. Bú-
vélatæknin og vinnutæknin við heyskapinn er ennþá nýleg og lítt
æfð, byggingar eru enn óhentugar víða og vinnufrekar, og þannig
má fleira telja. Varðandi kynbætur og fóðrun nautpenings er einnig
mikilla umbóta að vænta. Allt mun þetta miklu áorka til þess að gera
búin gagnbetri og mjólkurframleiðsluna hægara starf og hugþekk-
ara þrifnaðarfólki heldur en nú er.
Aukningu mjólkurframleiðslunnar eru vitanlega takmörk sett, því
að óvarlegt væri að hugsa sér ísl. mjólkurvörur, sem verulegan út-
flutningsvarning. Eitt aðalvandamál vort er einmitt að rata það með-
alhóf að halda uppi nægilegri og góðri mjólkurframleiðslu, en vera
þó ávallt á verði um að beina framleiðslugetu landbúnaðarins að svo
miklu leyti að sauðfjárræktinni, að þar komi til verulegs útflutning
áður en þrengist um á auknum og bættum mjólkurmarkaði.