Stefnir - 01.04.1950, Page 48
46
5TEFNIR
VII.
ALLT BYGGIST ÞETTA á ræktun og landgæðum. Nautgriparæktin
og mjólkurframleiðsla á ræktun túna og haga. Garðyrkjan og ali-
fuglaræktin byggist á hinni fullkomnustu ræktun, sem við verður
komið hér á landi. Sauðfjárræktin byggist á góðri túnrækt og skyn-
samlegri notkun beitarlandgæða. Það er að sönnu mikið átak að
koma ræktuninni í það horf, sem með þarf á hinum einstöku býlum.
Til þess þarf auk ræktunarskilyrða: þekkingu, tækni, áburð og fé.
Þannig má skilgreina það, því að eigi er víst að hið þrennt fyrst
talda fáist fyrir peninga, þótt gnægð sé af þeim, sem eigi er raunar
að jafnaði. Það er eigi ætlun mín í þessum yfirlitsgreinum að
ræða einstök atriði ræktunarmálsins, en á það verður þó að benda,
að véltækni sú, sem þörf er á við ræktunina, er til nú orðið, þeirra
hluta vegna er hægt að gera stórvirki. Það sem mest skortir á nú.
er því miður þekkingin. Það er hægt að rækta á stórvirkari hátt og
ódýrari en gert er með þeim ræktunarvélum, sem til eru og völ er
á. Það er stórt atriði, að menn geri sér grein fyrir þessu. Þrátt fyrir
allt það, sem varið hefur verið til kaupa á ræktunarvélum hin síðari
ár, og það mun vera um 10 miljónir króna, hefur verið algerlega
vanrækt að gera neinar tilraunir varðandi sjálfa ræktunarvinnuna,
ef frá er tekin ein tilraun varðandi kílræslu, en það er á sviði /arð-
vinnslunnar sem mest er að vinna í úrræðaátt. Svo mikið er hér að
vinna, og líkja má því við þau umskipti, að til skamms tíma plægð-
um vér eigi breiðari strengi með hestplóg og hestum en 23 cm, en
nú getum vér plægt 80 cm breiða strengi með brotplóg og belta-
traktor. Tilraunir, er leiddu hina raunverulegu möguleika í ljós, varð-
andi jarðvinnslu við nýræktina, myndu valda miklu til að létta þann
framkvæmdaróður, auka trúna á að hægt sé að ráða við ræktunar-
framkvæmdirnar, viljann til þess að ráðast í þær og spara útgjöld
og erfiði. Þetta er eitt af undirbúningsverkunum, sem þarf að vinna
til þess að fram gangi það, er fram skal.