Stefnir - 01.04.1950, Page 54
ISLENZKIR KAUPSTAÐIR
f ->
STEFNIR hejur hugsa'8 sér a8 taka upp nokkurs konar land-
kynningu á þann hátt a8 birta stuttar greinar um ýms byggdarlög
á landinu, þar sem í fám oröum verdi getiö um atvinnuvegi og
helztu hagsmunamál hvers héraös og vikiS a8 þeim viSfangsefn-
um, er brýnust þörf sé ad leysa á hverjum sta8. VerSa kaupstaö-
irnir jyrst teknir til meöferdar, en síöar önnur byggSarlög. Birt-
ast hér fyrst greinar um tvo unga kaupsta'Si, Ólafsfjörö og Kefla-
vík, ritaSar af ungum og áhugasömum Sjálfstœöismönnum úr
þessum kaupstöÖum.
_________________________________________
ÖLAFSFJÖRÐUR
Ólafsfjarðarkaupstaður er eitt af yngstu bæjarfélögum landsins
og er ekki hægt að segja, að þar hafi verið nein byggð, sem kalla
megi þorp, fyrr en eftir síðustu aldamót, er þar var löggiltur verzl-
unarstaður 1905. Annars hefur bærinn aðallega vaxið síðustu ára-
tugina og eru nú hartnær 1000 íbúar búsettir þar.
Aðalatvinnuvegur Ólafsfirðinga er fiskveiðar, og er rekin þar
mikil útgerð. Áður fyrr var hún einkum stunduð á smærri bátum,
en nú á síðustu árum hafa verið keyptir þangað margir stærri vél-
bátar, eftir að hafnarskilyrði bötnuðu.
Áður en höfnin kom, urðu Ólafsfirðingar oft fyrir miklum bú-
sifjum vegna hafnleysisins, því að fjöröurinn liggur fyrir opnu hafi,