Stefnir - 01.04.1950, Side 63
FRJÁLS VERZLUN
61
kveðna vöruflokka. í algerustu
formi birtist einokunin, ef ríkið
tekur sjálft að sér rekstur allrar
utanríkisverzlunarinnar eða veit-
ir einhverjum öðrum aðilja slíka
einokunaraðstöðu. Við höfum hér
kynni af ýmsum afbrigðum þess-
arar verzlunarstefnu. Má þar
m. a. nefna einokun Dana á Is-
landsverzluninni, Landverzlun-
ina gömlu, núverandi ríkiseinka-
sölur á nokkrum innfluttum vör-
um og einkaleyfi ákveðinna
stofnana til útflutnings á sum-
um íslenzkum afurðum.
Þá komum við að innanlands-
verzluninni. Mismunun þegnanna
getur þar verið með mörgum
hætti, fyrst og fremst sem bein
afleiðing af ófrjálsri utanríkis-
verzlun og í öðru lagi vegna sér-
stakra aðgerða ríkisvaldsins og
annarra aðilja. Einn höfuðand-
stæðingur frjálsrar innanlands-
verzlunar er einokunin, hvort
sem stofnað hefur verið til lienn-
ar fyrir atbeina ríkisvaldsins,
þannig að ríkið rekur einkasölu
eða hefur veitt öðrum einkasölu'
heimild eða aðstöðu, eða einok-
unin hefur myndazt án tilverkn-
aðar þess opinbera. Þá getur rík-
isvaldið með ýmsum öðrum að-
gerðum gert verzlunaraðstöðu
þegnanna ójafna, t. d. með skatta-
ívilnunum, eins og nú á sér stað
um kaupfélögin hér á landi, og
með því að meina mönnum að
verzla nema á ákveðnum stöðum
eða við ákveðin fyrirtæki. eins
og átti sér stað á einokunartíma-
hilinu og nú virðist vera tilætlun-
in, ef frumvarpið um að gera
skömmtunarseðlana að innflutn-
ingsheimild nær fram að ganga
á alþingi. Loks stríða vöru-
skömmtun, „áætlunar-búskapur“
og afnám eðlilegrar verðmynd-
unar gegn frjálsri verzlun. Kynni
manna af þessum innlendu verzl-
unarhöftum munu yfirleitt svo
fersk, að ástæðulaust er að verja
frekari rúmi til þess að rekja
þær aðferðir.
iií.
HÉR AÐ FRAMAN hefur hug-
taki frjálsrar verzlunar verið lýst
í stórum dráttum og gerð grein
fyrir þeim verzlunarstefnum, sem
andstæðastar eru henni.
Næst liggur þá fyrir að kryfja
til mergjar kosti og galla frjálsr-
ar verzlunar og svara þeirri
spurningu, hvort hún taki öðr-
um verzlunarkerfum fram og sé
því æskileg.
Ef fella á um það dóm, hvort
eitt verzlunarkerfi sé öðru æski-
legra, verður fyrst að gera sér
Ijóst, hvaða mælikvarða á að