Stefnir - 01.04.1950, Side 71
NÆTURGISTING
Smásaga eftir WALDO FRANK.
NÓTTIN VAR eins og heitt vín. FerSataskan hans var létt. Þegar
hann kom út af litlu járnbrautarstöðinni, hafnaði hann aðstoð drengs-
ins og áætlunarbifreiðinni, sem gekk til eina gistihússins þar, í fjög-
urra mílna fjarlægð við hafið: — Ég ætla að ganga. Hann vildi
vera úti í nóttinni. Hann vildi fresta eins lengi og hægt væri að fara
inn í drungalegt og ópersónulegt hótelherbergið, þar sem niður sum-
arsins myndi vera útilokaður og ekkert væri inni nema aðeins svefn-
inn.
Að sofa á slíku júníkvöldi! Hann gekk undir trjánum, þar sem
laufiö söng. Og á himninum leiftruðu stjörnurnar eins og eldflugur.
Þegar hann að lokum sá framhlið gistihússins inn á milli furu-
trjánna, fannst honum miður, að þessi klukkustundarganga skyldi
vera á enda. Og það var eins og trén væru að ávíta hann fyrir að
yfirgefa þau. Hlýlega umvöfðu þau hann og reyndu að halda í hann:
„Hvers vegna ekki að leggjast fyrir hjá okkur?“ Þetta freistaði
hans. Hann gat gert sér kodda úr floskenndum mosanum, sem óx
um rætur óðjurtarinnar. Hann gat snúið andlitinu að stjörnunum
og hafinu. Með slagæð alheimsins fyrir augunum gat hann lokað aug-
unum og látið hinn litla aRreim draumanna, smækkaða mynd af
hinum stóra heimi, lokka sig og taka.
En meðan hann var að undrast yfir því, hvers vegna hann ekki
næmi staðar og svæfi úti í nóttinni, hafði hann gengið upp undir
forskyggni gistihússins og opnað dyrnar. Staðurinn virtist í eyði.
í þröngum forsalnum var enginn gestur.
Skermarnir á tveimur lömpum vörjruðu skugga á hráfuruveggina,
á horð. þakið af tímaritum og hlöðum og sófaskotin. Þögn. Nóttin