Stefnir - 01.04.1950, Blaðsíða 73
NÆTURGISTING
71
sína á það. „Þetta er vandamál!“ Hann hafði gleymt hinum lokkandi
trjám. Hönd hennar lá við hlið handar hans á borðinu. Nærvera
handar hennar verkaði á hann, hún truflaði ró hans eigin handar
og kom honum til að hugsa um hana. Hann hamraði með fingrun-
um á borðið.
„Ekkert?“
„Ekkert, herra. Það er leiðinlegt.“
„Ekkert annað gistihús hér um slóðir?“
„Við stöðina — handan við hana. Póstafgreiðslukonan kynni að
hýsa yður.“ Hún leit upp og bætti við: „—ef hún er ekki sofnuð.“
„Ég gæti símað undir eins.“
„Hún er mjög heyrnarsljó. Ef hún er sofandi, getið þér aldrei
vakið hana.“
„A-ha.“ Hann hamraði með fingrunum á borðið, en tók eftir því.
Hún tók hendi sína burtu, og hann sína.
„Ég gæti skilið eftir tösku rnína og gengið til baka. Hversu margar
mílur eru það?“
„Ef þér færuð,“ — rödd heimar var einkennilega skýr, eins og
hún væri að reyna að sannfæra einhvern krakkakjána, „— ef þér
færuð eftir skógargötunni, yrði það fjögurra mílna gangur. Það
liggur stígur með sjónum, sem er sex mílur. Það er skemmtilegri
leið.“
Bæði liöfðu gleymt uppástungu hans með símann, og hann hinum
ávítandi, lokkandi og lifandi trjám.
Það varð þögn, þægileg, eins og það væri eðlilegt, að hann tæki
sér málhvíld, áður en hann gerði út um mikilvægt mál. Hugur hans
beindist að skák — minn leikur. Síðan sá hann aftur .... og hana
eina .... stúlkuna, sem brosandi, kurteis, en sýnilega þolinmóð og
efalaus beið eftir að hann færi. Hann hafði algerlega gleymt skóg-
inum, það var ekkert fyrir utan. Herbergið var lifandi og lokað um
þau.
„Ekki smuga fyrir mig, nokkurs slaSar?“ sagði hann.
„Ekki neins staðar,“ sagði hún hægt.
„Og eru allir gestir yðar gengnir til hvílu?“
„Við förum snemma að sofa hér, herra. Næturlestin er síðasti við-
hurður dagsins. Póstur er ekki borinn út fyrr en á morgnana."