Stefnir - 01.04.1950, Side 74

Stefnir - 01.04.1950, Side 74
72 STEFNIK Hann liélt á hattinum í vinstri hendi. Hann lagði hann á borðið. Og vinstri hendi hans, sem féll við hliðina á honum, tók aftur að hamra á borðið. Högg fingra hans voru regluleg, mjúk — svipuð og ritsímatif. Hann fann við hlið handar sinnar til nærveru einhvers, sem kom henni úr jafnvægi. Hann horfði. Hönd hennar hvíldi hæ- versklega á brún borðsins hennar megin. Hann aðgætti hönd hennar, og frá henni kom gegnum hönd hans, til hans, sárþýður straumur, sem brátt varð óþolandi. „Ef þér væruð góðar,“ — hann heyrði orð sín koma þur, hann var ekki í tengslum við orð sín, og hann undraðist þau,“ — ef þér væruð góðar, mynduð þér ekki á þessum tíma sólarhrings, senda mig gangandi sex mílna leið að dyrum heyrnarlausrar konu.“ Það var ekkert munnvatn í munni hans, og það sem hann sagði, virtist snerta hann aðeins lítið eitt, eins og það væri formáli með sjálfsagðri niðurstöðu. „Þér mynduð lofa mér að vera. Þér mynduð finna — þér mynduð gefa mér stað til þess að hvíla höfuð mitt á.“ Herbergið dró andann með þeim. Skær rödd hans vakti undrun hans: „Þér hafið herbergi?“ Andartak svifu orð hans milli augna hans og hennar. Síðan hurfu orð hans, eins og augu hennar hefðu gleypt þau. Andlit hennar beindist að litlum stiga á bak við hana. „Farið þarna upp —- og bíðið.“ Andlit hennar hafði ekki verið annað en leiðarvísir. Það sýndi enga tilfinningu, enga viðurkenningu. Hann tók hatt sinn, en skildi tösku sína eftir við skrifborðið. Það var ekki gestastiginn. Það var dimmur bakstigi, sem beygði til hálfs, svo að myrkt var á efri stigapallinum. I gegnum handriðið að neðan sást aðeins ljósbjarmi. Hann stóð hreyfingarlaus í myrkrinu og beið. Hugur hans var alveg tómur. Hann beið ekki hreyfingarlaus af því, að hann óttaðist að vekja einhvern, ef hann hreyfði sig. Hann beið hreyfingarlaus og hugsunarlaus, tilfinningarlaus, af því að hann var í jafnvægi: algerlega fjötraður í yfirvofandi nærveru ein- hvers. Hann beið langa stund.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.