Stefnir - 01.04.1950, Side 81
hugleiðingar um heimsendi
79
Einhvern tíma getum vér orðið
svo óheppin að rekast á höfuðið
í staðinn fyrir halann, en jafnvel
það þyrfti ekki nauðsynlega að
valda heimsendi. Halastjarna sýn-
ist vera sæmilega traustbyggð, en
er þó mjög sundurlaus, og jörð-
in kynni að komast klaklaust
gegnum þann „árekstur“.
Mest fylgi hefur sú kenning,
að með tímanum muni tunglið
nálgast jörðina meir og mei'r,
vegna þess að flóðbylgjur muni
smám saman draga úr snúnings-
hraða jarðarinnar. Risavaxnar
flóðbylgjur muni myndast og
sennilega tortíma lífinu áður en
endar.lega eyðileggingin kemur,
þegar tunglið sundrast og mynd-
ar um jörðina svipaðan hring og
er um Saturnus. Mjög mikið
muni reyna á jörðina og valdi
það jarðskjálftum og eldgosum.
Snúningshraði jarðarinnar
minnkar um brot af milljónasta
hluta úr sekúndu á dag, svo að
vér getum tímasett þessa lortím-
ingu, ef hún þá verður, nokkur
þúsund milljónir ára frá vorum
dögum.
Hcettan frá mönnunum.
PRÓFESSOR J. B. HALDANE
hefur talið, að maðurinn sjálfur
geti flýtt þessu slysi með gá-
lausri beizlun sjávarfallaorkunn-
ar, sem mundi draga enn meir úr
snúningshraða jarðarinnar. 1
versta tilfelli mundu þá endalok-
in verða um árið 25.000.000.
En hugmynd prófessor Hal-
dane er mikilvæg að því leyti,
að vekja athygli á hættunni af
því að hagnýta náttúruöflin án
þess að íhuga afleiðingarnar.
I dag virðist þörfin fyrir sjáv-
arfallaorkuna minni vegna vænt-
anlegrar beizlunar kjarnorkunn-
ar. En það kynni einmitt að fela
í sér upphafið að eyðileggingu
heimsins, eins og 01 af Stapledon
spáði, árið áður en kjarnorku-
klofningin varð að veruleika.
Hann málaði skáldlega mynd af
,.keðjuverkun“, sem komið væri
af stað af skemmdarverkamönn-
um, er misstu stjórn á henni, svo
að hún eyðilagði allt á yfirborði
jarðar.
En ef engin slík „slys“ verða,
þá benda þessar hættur á heims-
endi til þess, að hann sé að
minnsta kosti í 10 og ef til vill
100 milljón ára fjarlægð. Það
ætti að nægja til þess að koma
í veg fyrir, að vér yrðum and-
vaka yfir honum!