Stefnir - 01.04.1950, Page 84

Stefnir - 01.04.1950, Page 84
82 STEFNIR Norðurlöndum tóku þessari „gor- kúlu“ fyrst með varfærni. Héldu að hún myndi hjaðna aftur jafn snöggt og hún spratt upp. Þeir voru hálf vantrúaðir á, að ís- lenzku íþróttamennirnir mundu duga mikið. En slíkar raddir heyrast ekki lengur. „Islending- arnir eru alltaf einum sterkari en reiknað er með,“ segja þeir nú. Þeir urðu að sjá á eftir fimm Norðurlandameistaratitlum hingað út til Islands s.l. sumar. Það eru ekki aðeins Norður- löndin, sem veitt hafa íslenzkum íþróttamönnum athygli. Banda- ríkjamenn eru t. d. farnir að skrifa um þá í íþróttablöðum sín- um, ekki sízt nú, þegar þessi mesta íþróttaþjóð heimsins á að- eins einn mann, sem fær er um að vinna Örn Clausen í tugþraut. Jafnvel gengur það svo langt, að þeir minna á íslenzku sprett- hlaoiporana og benda mönnum á að veita þeim athygli. Þó kalla þeir ekki allt ömmu sína í þeim efnum. íþróttamennirnir kynna landið. ■ Þetta, sem hér hefur verið minnzt á, er geysileg landkynn- ing, meiri en menn getur órað fyrir. Milljónir manna um allan heim fylgjast af áhuga og athygli með afrekum íþróttamannanna. Þeir vita um nöfn allra þeirra bezlu og föðurlands þeirra. Ein- stakir íþróttamenn eiga svo hvar- vetna stóra hópa aðdáenda, sem hrífast af þeim. Þetta dálæti fær- ist síðan yfir á þjóð þeirra, ekki sízt, þegar hún er fámenn og lítt kunn úti í heimi. Þess skal getið hér til gamans, að sænskt tímarit birti í haust myndasögu fyrir börn, þar sem einn íslenzki íþróttamaðurinn var aðal söguhetjan. Þeir ungu fylgja fordœminu. En góð frammistaða íþrótta- manna okkar erlendis, er ekki aðeins landkynning. Hér heima eru þúsundir ungra drengja, sem fylgjast með afrekunum af at- hygl og eftirtekt. Þarna hafa þeir fengið fyrirmyndirnar, sem þeir vilia líkjast. Áhugi þeirra á íþróttum margfaldast. Hugum þeirra hefur verið beint frá öðr- um kannske miður heppilegum víðfangsefnum. Þessa eru mjög augljós dæmi víða hér á landi. Ymsir halda því fram, að of mikið sé hér af „stjörnu“-dýrkun. Iþróttirnar séu fyrir fjöldann en ekki nokkra útvalda. Það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.