Stefnir - 01.04.1950, Qupperneq 84
82
STEFNIR
Norðurlöndum tóku þessari „gor-
kúlu“ fyrst með varfærni. Héldu
að hún myndi hjaðna aftur jafn
snöggt og hún spratt upp. Þeir
voru hálf vantrúaðir á, að ís-
lenzku íþróttamennirnir mundu
duga mikið. En slíkar raddir
heyrast ekki lengur. „Islending-
arnir eru alltaf einum sterkari
en reiknað er með,“ segja þeir
nú. Þeir urðu að sjá á eftir fimm
Norðurlandameistaratitlum
hingað út til Islands s.l. sumar.
Það eru ekki aðeins Norður-
löndin, sem veitt hafa íslenzkum
íþróttamönnum athygli. Banda-
ríkjamenn eru t. d. farnir að
skrifa um þá í íþróttablöðum sín-
um, ekki sízt nú, þegar þessi
mesta íþróttaþjóð heimsins á að-
eins einn mann, sem fær er um
að vinna Örn Clausen í tugþraut.
Jafnvel gengur það svo langt, að
þeir minna á íslenzku sprett-
hlaoiporana og benda mönnum á
að veita þeim athygli. Þó kalla
þeir ekki allt ömmu sína í þeim
efnum.
íþróttamennirnir kynna landið.
■ Þetta, sem hér hefur verið
minnzt á, er geysileg landkynn-
ing, meiri en menn getur órað
fyrir. Milljónir manna um allan
heim fylgjast af áhuga og athygli
með afrekum íþróttamannanna.
Þeir vita um nöfn allra þeirra
bezlu og föðurlands þeirra. Ein-
stakir íþróttamenn eiga svo hvar-
vetna stóra hópa aðdáenda, sem
hrífast af þeim. Þetta dálæti fær-
ist síðan yfir á þjóð þeirra, ekki
sízt, þegar hún er fámenn og lítt
kunn úti í heimi.
Þess skal getið hér til gamans,
að sænskt tímarit birti í haust
myndasögu fyrir börn, þar sem
einn íslenzki íþróttamaðurinn var
aðal söguhetjan.
Þeir ungu fylgja fordœminu.
En góð frammistaða íþrótta-
manna okkar erlendis, er ekki
aðeins landkynning. Hér heima
eru þúsundir ungra drengja, sem
fylgjast með afrekunum af at-
hygl og eftirtekt. Þarna hafa þeir
fengið fyrirmyndirnar, sem þeir
vilia líkjast. Áhugi þeirra á
íþróttum margfaldast. Hugum
þeirra hefur verið beint frá öðr-
um kannske miður heppilegum
víðfangsefnum. Þessa eru mjög
augljós dæmi víða hér á landi.
Ymsir halda því fram, að of
mikið sé hér af „stjörnu“-dýrkun.
Iþróttirnar séu fyrir fjöldann en
ekki nokkra útvalda. Það er