Stefnir - 01.04.1950, Page 88
86
STEFNIR
lýðssamtökin í landinu. Félög eru starf-
andi í flestum sýslum og öllum kaup-
stöSum landsins. Hefur meSlimatala
félaganna aukizt mjög mikiS á síðustu
árum og fer enn ört vaxandi. Má full-
yrða, að samtök ungra Sjálfstæðis-
manna séu mun öflugri heldur en
æskulýðssamtök andstöðuflokkanna
saman lögS. Hin frjálslynda og víð-
sýna stefna Sjálfstæðisflokksins í þjóð-
málum, samfara öruggri forustu
flokksins í baráttu gegn hvers kyns
öfgastefnum og ákveðinni viðleitni
hans til að tryggja sem bezt sjálfstæSi
þjóðarinnar og efnahagslegt öryggi,
hefur tvímælalaust átt drýgstan þátt
í því að IaSa æskuna að flokknum.
Unga fólkið hefur fundið og skilið,
að með því að styðja Sjálfstæðisflokk-
inn, tryggir það bezt sína eigin fram-
tíð.
Hér verður í mjög stuttu máli vikið að
starfsemi nokkurra félaga ungra sjálf-
stæðismanna.
Heimdallur í Reykjavík.
Starfsemi Heimdallar hefur verið
mjög mikil og fjölþætt. Á síðasta
starfsári gengu um 1000 nýir félagar
i Heimdall og sýnir það vel hversu ört
æskan i Rvík skipar sér undir merki
SjálfstæSisstefnunnar.
í kosningarbaráttunni, bæði fyrir
Alþingis- og bæjarstjórnarkosningarn-
ar, stóðu Heimdellingar í fylkingar-
brjósti og tóku stærri hópar ungra
Sjálfstæðismanna þátt í kosningabar-
áttunni heldur en nokkru sinni áður.
Heimdallur hélt fyrir þessar kosn-
ingar þrjá almenna æskulýðsfundi, er
þúsundir æskumanna sóttu. Á þessum
fundum tóku til máls einungis ungt
fólk, bæði stúlkur og piltar.
Þessir almennu æskulýðsfundir
Heimdallar eru orðnir fastur liður f
starfsemi félagsins. Þeir eru ekki ein-
ungis haldnir um kosningar heldur
einnig milli þeirra. Tilgangurinn með
þessum fundum er sá, að kynna æsk-
unni stefnu félagsins í fjármálum. Á
hverjum fundi hafa tekið til máls 8—
10 ræðumenn. Vegna stjórnmálanám-
skeiðanna, er félagið hefur undanfarið
haldið á hverju ári, hefur verið unt
fyrir Heimdall að tefla alltaf fram
nýjum ræðumönnum á hvern fund, svo
að oft hafa komið fram fyrir félagsins
hönd 35 til 50 ræðumenn ár hvert.
Kapprœðufundur
við kommúnista.
Þá háðu Heimdellingar kappræðufund
við ung kommúnista fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar. Kommúnistar gerðú
allt, sem í þeirra valdi stóð, til aS
koma í veg fyrir fundinn og heimtuSu
að aðgangur að fundinum yrði tak-
markaður, þannig að gefnir væru út
aðgöngumiðar og þeim skipt jafnt milli
félaganna. Ætluðu kommúnistar með
þessu aS tryggja sér jafna fundarsókn,
en þeir hafa jafnan verið liðfærri á
slíkum fundum,þrátt fyrir skipulagða
smölun af þeirra hálfu.
Heimdellingar gátu aS sjálfsögðu
ekki gengið að þessum kostum og
kröfðust þess, að aðgangur að fundin-
um yrði frjáls. Gátu þá ungkommún-
istar ekki lengur hopað og urðu að
taka þátt í fundinum. Fóru þeir hinar
mestu hrakfarir fyrir Heimdellingum.
hæði hvað fundarsókn og málflutning