Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 9
mannerfðir
7
I'ífeðlisfræðingar 17. aldarinnar hugð-
Ust sjá litlar verur í sæði mannsins.
I-<engst til vinstri er teikning
Hartsökers.
^ga barnalegt, sem þeir hugðust sjá
undir hinum frumstæSu smásjám
þeirra tíma.
Árið 1694 var maður að nafni Hart-
sóker að rýna í sæði gegnum eitt þess-
ara tækja. Taldi hann sig greinilega
sJa þar ofurlítinn mann samankrepptan
mnan í höfði sáðfrumunnar og vildi
með því skýra, hvernig barnið bærist
til móður frá föður. Þetta var þó að-
eins skynvilla og sterkari smásjár gáfu
nllt aðra mynd af útliti sæðisins.
Hinn mikli vísindamaður Darwin
hafði einnig myndað sér skoðanir á
nrfgengi, sem iþó hafa orðið að víkja
fynr nýrri kenningum. Hann áleit, að
sniáagnir væru um allan líkamann, er
streymdu til frjós og eggfrumu. Agnir
þessar væru eindir líffæranna. Bærust
þær frá foreldrum gegnum kynfrum-
urnar til hins nýja fósturs og mynduðu
þar ný líffæri í líkingu við hin fyrri.
Um miðja 19. öld setti Mendel fram
lögmál sitt um arfgengi, sem
gjörbreytti öllum fyrri kenningum og
er enn grundvöllurinn undir þeirri
erfðafræði, sem nú er almennt viður-
kennd.
Mendel sá að visu aldrei arfbera
kynfrumanna, en seinni tíma vísinda-
mönnum tókst að sanna, hvaða hlutar
sæðisins tóku raunverulega þátt í
samrunanum við eggið og hlytu því að
vera hinir eiginlegu arfberar.
Sæðisfrumur mannsins eru afar smá-
ar. Þær eru jafnvel svo smáar, að væri
öllum þeim sæðisfrumum, sem núlif-
andi mannkyn er skapað úr safnað
saman, myndu þær komast fyrir í
eggjabikar. Sé litið á eina slíka sæðis-
frumu í smásjá, kemur í Ijós, að hún
er lítið annað en höfuð og hifhali.
Skyggnist maður nánar í innihald
höfuðsins, sést að þar er svonefndur
kjarni og ef maður athugar hann vand-
lega í sterkustu smásjám, greinir
maður 24 ormlaga agnir eða þræði.
Það eru litningarnir, en hver þeirra
um sig hefur ákveðna lengd og lögun
Og er þarmeð þekkjanlegur frá hinum
næsta.
Litningar eru þeir kallaðir, sökum
þess, að þeir taka vel ákveðinni litun
og eru þá vel greinanlegir frá öðrum
hlutum frumunnar. Að efni til eru þeir
úr eggjahvítuefni og myndaðir úr ör-
mjóum þráðum, sem snúnir eru og
vafðir saman í mjög þéttan gorm.
Litningar þessir eru það eina, sem fer
úr sæðisfrumunni inn í eggið og arf-