Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 14
12
STEFNIR
varð því vart vi'ð þá við og við í
sumum ættum, eða aðeins þegar hið
rikjandi gen var í báðum litningun-
um. Þannig orsakast klumbfótur af
saineiningu tveggja víkjandi gena,
sömuleiðis ein tegund dvergvaxtar, og
þannig eru hvítingjar til orðnir, en þá
vantar, sem kunnugt er, litarefni í
húðina.
Möguleikarnir á því að þessi gen
mætist, er yfirleitt lítill, en þar sem
um skyldleikagiftingar er að ræða,
eykst sú hætta margfaldlega. Við mikl-
ar skyldleikagiftingar margfaldast að
vísu margir góðir eiginleikar, en slík-
ar giftingar hljóta alltaf að verða á-
hættusamar vegna aukinna möguleika
á tvöföldun hinna löku erfðastofna.
Endaþótt allflestir sjúklegir erfða-
eiginleikar séu til orðnir fyrir áhrif
víkjandi gena, eru fáeinir þó ríkjandi,
svo sem klauflimir og dvergfingur.
Nægir þá annað genið til þess að valda
sjúkdómnum.
Sjúklegar erfðir hefur verið æski-
legt að rannsaka til þess að unnt væri
að aðstoða viðkomandi einstaklinga í
vandamálum þeirra og upplýsa þá um,
hvað þeir kunni að leiða yfir væntan-
leg afkvæmi sín. Hverju þjóðfélagi er
það kappsmál að hefta útbreiðslu mik-
illa erfðagalla, en víðast hvar er þeirri
arfhreinsun lítill sómi sýndur.
Geðveiki, fávitaháttur eða hneigð til
ofdrykkju og kynferðisöfga eru í viss-
um tilfellum arfgeng, en í öðrum til-
fellum virðast aðrar orsakir liggja til
grundvallar, svo sem uppeldisáhrif,
taugaáföll o. fl.
Endaþótt sjúklegir erfðaeiginleikar
hafi verið talsvert nákvæmlega
rannsakaðir, hefur öðrum eiginleikum
einnig verið gaumur gefinn. Þannig
er kunnugt, að brúnn augnalitur ríkir
yfir bláum, og geta því bláeygðir for-
eldrar ekki eignazt brúneygt afkvæmi.
Ákveðin gerð af hrokknu hári ríkir
yfir sléttu, og bogið nef yfir uppbrettu.
Annars er arfgengi ákveðinna eigin-
leika oft misjafnt eftir ættum og þjóð-
flokkum, og það sem á við eina ætt, á
ekki við aðra.
Arfgengi fslendinga hefur lítið ver-
ið rannsakað og aðeins hið sjúklega.
Er hér þó að mörgu leyti betri aðstaða
til rannsókna, heldur en víða annars-
staðar í heiminum, sökum fólksfæðar,
QrO
□t# ♦
• ® ® O G ® H ® @ M H
Ættartafla cr sýnir arfffengar tvíburafæðingar (svart). Veldur þeira ákveðinn
eiginleiki móðurinnar. □ = karl. O = kona.