Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 19
JOIIN M. SYNGE
17.
tónlistarnám fyrir augum og síð-
ar atvinnu sem tónlistarmaður.
En örlagahjóliS átti þó eftir aS
snúast á annan veg. Ahugi hins
unga tónlistarmanns tók nú æ meir
aS hneigjast aS bókmenntum og
eftir eins árs dvöl í þýzkalandi,
sem fariS hafSi mestmegnis í
ferðalög og flakk f'ram og aftur,
lagSi hann leiS sína, fvrst til
Italíu og s'íSar til Parísar. Þar
sló hann sér loks til kyrrSar
meS þeim ásetningi aS kynna sér
sem bezt franskar bókmenntir og
jafnframt aS vinna aS aukinni
bókmenntakynningu milli Frakka
annars vegar ög Englendinga og
Ira hins vegar. MeSal franskra
rithöfunda dáSi hann Pierre Loti
einna mest. Hinn sérkennilegi,
sterki svipur, sem skáldsögur
þessa höfundar bera af umhverfi
því, sem þær gerast í og af lífi
og háttum — sjálfri sál fólks-
ins, sem þar hrærist, heillaði
Synge. ÞaS hefur líka veriS sagt
síðan, aS með bók sinni um Ar-
aneyjarnar hafi hann viljað vera
íbum þeirra það sem Loti
var íbúum Bretagneskagans, með
>,Pecheur d’Islande“.
fc
En það varð skemmra í París-
ar-dvöl Syn ge’s en hugur hans
hafði staðið til. Hann hafði þeg-
ar lengi gengið með snert af
berklaveiki og nú ágerðist sú
veila við hin þröngu kjör, sem
hann átti við að búa. Hann var
fjárlítill og varð nú að igrípa til
blaðaskrifa í íhlaupum til að
halda í sér lífinu. Fyrir Synge,
sem af sinni sérkennilegu vand-
virkni og alúð gat brotið heil-
ann dögum saman yfir aðeins
einu lýsingarorði, áður en hann
yrði ánægður, hefur slík rit-
mcnnska hlotið að vera hreint
píslarvætti.
^^11 margt var um írlendinga í
'’rarís um þessar mundir. Þeir
höfðu með sér félagsskap og
markaðist hann mjög af hinni
sterku þjóðe'mislegu vakningú
íra heima fyrir og annars staðar.
Synge var einlægur þjóðernis-
sinni en lét sig hins vegar
stjómmál litlu skipta fyrr og
síðar. Meðal Irlendinga þeirra,
sem dvöldu í París samtímis
Synge var hið mikla írska skáld
W.B. Yeats. Hin gagnkvæmu
kynni þeirra tveggja urðu áhrifa-
mikil fyrir báða. Það var fyrir
orð og áeggjan Yeats, sem Synge
hvarf frá París heim til írlands
til að skrifa verk, sem síðan hafa
haldið nafni hans á lofti sem
eins hins merkilegasta og þjóð-