Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 24
22
STEFNIR
írskri sveitakrá og persónan,
sem allt og allir í leiknum snú-
ast um er ófyrirleitinn, ungur
flysjungur, — „the Playboy“ —
sem læzt hafa orðið föður sín-
um að bana og hlýtpr fyrir þann
verknað sinn, sem reyndar er
upploginn, aðdáun og hrifningu
allrar sveitarinnar. Þegar hið
sanna kemur í ljós, fölnar hans
frægðarstjama um leið, hann er
engin hetja lengur í augum
fólksins — heldur rétt eins og
hver annar.
„The Plaboy“ má óhikað telj-
ast hið mesta af leikritum Syng-
es. Samtíðarmaður hans, George
Moore gekk jafnvel svo langt að
kalla það „merkilegasta leikrit
síðustu tvö hundruð ára“. En
írskur almenningur var ekki al-
veg á sama máli. Honum þótti
írskri þjóðerniskennd og þjóðar-
heiðri freklega misboðið með
þeirri óglæsilegu mynd, sem
Synge dró up af írlandi og írskri
alþýðu í þessari ritsmíð. Það
þurfti minna til að særa þjóðar-
stolt írlendinga um þessar mund-
ir, er hin þjóðlega vakning og
frelsisbarátta stóð sem hæst. Hún
virtist allt annað en hæf til
sjálfstjórnar, írska þjóðin eins og
hún kom fyrir sjónir í „The
Playboy.“ — Kaþólska kirkjan
reis einnig upp á afturfæturna
og kvartaði yfir, að leikritið
væri óguðlegt, í andstöðu við
kristileg siðalögmál.
Gremja sú og urgur, sem fyrri
leikrit Synges höfðu smá skapað
í Irlandi hraust nú fram óbeizluð
og hatröm. Synge sjálfur var
hinn rólegasti og varð fyrst að
orði á frumsýningunni á „The
Playboy“, er hrópin og ókvæð-
isorðin dundu á honum og
leikendunum frá áhorfendasaln-
um —- „Við þurfum að stofna
félag til að varðveita írska gam-
ansemi“. — Sannleikurinn var
sá, að afstaða frlendinga til leik-
rita Synges, og þá sérstaklega til
„The Playboy of the Western
World“, var á gróflegum mis-
skilningi byggð. Synge var raun-
sæismaður, þó ekki í hinum venju-
legasta skilningi orðsins, og þeg-
ar hann sökkti sér niður í athug-
anir á lífi og háttum landa sinna,
þá var það ekki til að rýna í
galla þjóðfélagsins og taka sér
fyrir hendur að leiðrétta þá eins
og Ibsen eða landi hans Bern-
ard Shaw gerðu sér svo mjög far
um. Fyriir honum vakti það fyrst
og fremst að finna það þjóðleg-
asta og sérkennilegasta, sem ír-
land átti og gefa því skáldlega
tjáningu, án þess að gagnrýni