Stefnir - 01.06.1955, Síða 29
ALRÆÐI OG SPILLING
27
þeir, sem nú vilja leggja undir
sig heiminn ekki í þetta sinn rök-
in og réttlætið sín megin?“
Því er til að svara, að svo virt-
ist jafnan áður; en í hvert sinn
leiddi valdið af sér ofbeldi, of-
beldið olli hatri og mótstöðu og
úr þeirri andspyrnu spratt sigur
þeirra afla, sem hörðust á móti
ofbeldinu, fyrir auknu frelsi.
Enn eru nokkrar horfur á því, að
Rússar nemi staÖar á landvinn-
ingabrautinni og snúi sér að frið-
samlegri nýtingu hinna miklu
orkulinda, sem þeir hafa yfir að
ráða. En þær líkur eru ekki mikl-
ar. Horfurnar á þriðju heims-
styrjöldinni aukast ár frá ári,
mánuð eftir mánuð, og eftir því
sem á Iíður eykst óttinn við það
að Rússar muni fylgja fordæmi
Spánverja, Frakka og Þjóð-
verja. Hvaða líkur eru fyrir því,
að Vesturveldin gangi með sigur
af hólmi ef til slíks hildarleiks
kemur enn á ný, aðrar en þær,
sem við getum dregið af sögu
liðinna alda?
J fyrsta lagi ráða Bretland og
Bandaríkin yfir mun meiri iðn-
aðarmætti en Sovétríkin. Og rík-
in tvö standa enn framar í iðn-
tækni, og vísindalegri þekkingu,
sem er öllu verðmætari í styrjöld.
Að vísu hefur farið um okkur
kuldahrollur, er við höfum frétt
af kjarnorkusprengingum, ein-
hversstaðar innan landamæra
Rússlands, og einnig hefur okkur
verið sagt, að frægir, þýzkir vís-
indamenn störfuðu að kjarnorku-
rannsóknum á vegum Rússa, og
ættu sér þá einu ósk að ná sér
niðri á fyrrverandi óvinum sín-
um í gjöreyðingarstyrjöld gegn
Vesturveldunum. En ég held, að
of mikið sé gert úr þessum ótta.
Þýzkir vísindamenn reyndust ekki
hlutverki sínu vaxnir í stjórnar-
tíð Hitlers, og þegar Bandamenn
fengu færi á að kynna sér störf
og rannsóknir þýzku kjarnorku-
sérfræðinganna að styrjöldinni
lokinni, gátu þeir varla trúað því,
hve frumstæðar þær reyndust.
Þegar þýzkir kjarnorkuvísinda-
menn, sem höfðu veriö teknir til
fanga af Bandaríkjamönnum,
heyrðu getið um kjarnorku-
sprenginguna í Hirosima neit-
uðu þeir að trúa fregnunum, á
þeim forsendum, að útilokað
væri, að bandarískir vísinda-
menn gætu framkvæmt það, sem
þýzkum hefði reynzt um megn.
Þá er ástandið á andlega svið-
inu í Rússlandi einnig fjarri því
að vera hagstætt vísindamannin-
um og störfum hans. Allir eru
nauðbeygðir til þess að trúa, eða
látast trúa, síðustu firrunni, sem