Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 45

Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 45
FÁRVIÐRI 43 mjólk afbragðsdrykkur, en hann neytti hennar ekki nema tvisvar á dag og drakk þá aðeins einn bolla í senn. Það var nú farið að rigna án afláts. Lestarskröltið drukknaði í regnbuldr- inu og öskrinu í vindinum. „Það er engu líkara en hann blási dálítið," sagði ungi maðurinn við konu sína. Hún sveipaði fastar um sig teppinu og svaraði ekki. Rao gerð- ist áhyggjufullur vegna óveðursins. Lestin stanzaði sem snöggvast á lít- illi brautarstöð og rétt í sama bili var hurðinni hrundið upp, og um klefann fór ógurleg regn- og vindstroka. Inn kom tötraleg stúlka í regnvotum föt- um. Það var óðar kurr meðal klefa- búa. En stúlkan lokaði dyrunum hægt að baki sér og tók sér stöðu þar í hominu. Vætan draup úr klæðum hennar. Gamli maðurinn umlaði reiði- lega „Veiztu ekki að þetta er annars flokks vagn?“ „Ó, æruverði öldungur. Teljið þér eftir fátækri konu, þótt hún noti þenn- an blett til að standa á? Góðu menn, þið góðu feður margra barna. Gefið fátækri konu fáeina skildinga. Ég er að deyja úr sulti. Þið eruð allir miklir og auðugir menn. Ég er viss um að þið viljið ekki láta fátæka konu svelta í hel ....“ Rao leit á konuna. I augum hennar sá hann bregða fyrir bliki, sem örfaði hann miklu fremur til óvildar í henn- ar garð heldur en hitt. Hún var sýni- lega um þrítugt. Ekki var hún sælleg að sjá, en hún var áreiðanlega ekki komin að hungurdauða. Það var sjálfs- traust í svip hennar, enda þótt hún létist vera mjög hjálparvana. Rao vor- kenndi fátæklingum og þeim, sem bjuggu við hverskonar samfélagslegt harðrétti, en hann var þó algerlega andvígur betli. Þegar stúlkan vék sér að honum, neitaði hann svo á- kveðið að láta nokkuð af hendi rakna að hún hörfaði óðara undan. Hún sneri sér þá að mótbýlismanni þeirra, þeim aldraða, beygði sig Iítið eitt niður og kom við fætur hans, sem stóðu aft- ur undan rekkjuvoðinni. Gamli mað- urinn kippti að sér fótunum og hló um leið hjákátlegum skríkjuhlátri. „Hypjaðu þig burt. Hafðu þig á burt héðan,“ sagði hann og var þó ekki ómildur í tali. „Segið ekki þetta, æruverði faðir. Þér eruð ekki eins harðbrjósta og þessi maður þarna. Hann á enga með- aumkun til. Hann vílar ekki fyrir sér að segja „nei“ við veslings fátæka konu eins og mig.“ Rao fannst það ósvífið af konunni að líkja þannig eftir raddblænum í neitun hans, en hann varð að láta sér það lynda. Hann hélt þó áfram að gefa henni gætur. Gamli maðurinn var sem á glóðum. Hann gat ekki ráðið við sig, hvort hann ætti að kaupa sér frið með smáskildingi og hljóta um leið vanþóknun ferðafélaga sinna eða láta hana halda áfram nöldrinu. Hann byrsti sig óþarflega mikið þegar hann endurtók skipun til hennar um að hverfa á brott tafarlaust. Konan rak upp mikla kveinstafi. „Ég kom inn í þennan vagn af því ég hélt að ríka fólkið gæti ekki séð mig hníga í ómegin af hungri. Ég hélt að ég gæti satt hungur mitt hér. Fátæka fólkið á þriðja farrými er miklu gjafmildara en þið. Það hreytir ekki fúkyrðum í örsnauða konu, þótt hún betli. Það veit, hvað ég líð og hefur samúð með mér ....“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.