Stefnir - 01.06.1955, Page 47

Stefnir - 01.06.1955, Page 47
FÁRVIÐRI 45 þessa stuttu leið yfir brautarpallinn. Hann opnaði ósjálfrátt ferðatöskuna, rótaði í henni og rak þá hendina í vasaljós. ViS það gladdist hann ósegj- anlega mikiS. Hann hafSi ekki hug- mynd um aS hann hefði vasaljós með- ferðds. Hann hafði ekki hugmynd íim neitt. Hann fór nú í þurr föt, þar á meðal ullarpeysu, vafði hálsklútnum um höfuð sér og eyru og brynjaði sig þannig gegn kuldanum. AS svo búnu settist hann á stól og skeytti ekki um að loka töskunni. Hann reyndi að forSast þenkingar um vandræði sín. Hann sá að lestarljósin tóku að hreyf- ast og hugkvæmdist þá að einhvers- staðar hlyti að finnast stöðvarvörður. Hann gekk fram í dyrnar og kom þá auga á tvo menn, sem streittust móti veðrinu yfir um brautarpallinn. Hann kallaði til þeirra og brýndi raustina eins og hann gat. Mennirnir námu staðar. Hann gekk þá til þeirra og sá að annar þeirra var stöSvarstjórinn og hinn buröarkarl. „Eg verð að komast inn til bæjar- ins,“ sagði Rao ákafur. „Engin leið. Vegurinn er tepptur. Hver einasti þumlungur er þakinn föllnum trjástofnum. Allt hefur geng- ið úr skorðum, símalinurnar, rafstöð- in, allt sem heiti hefur. Þér verðið að láta fyrirberast í biðsalnum í nótt. Lestin heldur kyrru fyrir á næstu stöð, þar til í fyrramálið. Það er spáð ógurlegu fárviSri, ;sem standi um það bil þrjú dægur.“ „En það er enginn annar í biðsaln- um“. „Ég get ekki1 gert við því maður minn. Þér verðið að búa þar um yð- ur eins og bezt gegnir." Að svo mæltu hélt stöövarstjórinn leiSar sinnar. Rao sneri aftur inn í biðsalinn og lét fallast í hægindastól fullur örvæntingar. ÞaS hvarflaði ekki að honum, að betra væri að loka dyr- unum, svo vatn og vindur Iéki ekki lausum hala um herbergið. Tveir gluggahlerar voru þegar horfnir út í veöur og vind. Það greip hann ósegj- anleg hræSsla, yfirþyrmandi angistar- skelfing. Enginn var honum nærri. Myrkrið og hráslaginn á þessari braut- arstöð og hamslaus ofsinn í veðrinu tók hann heljartökum líkt og ægilegasta martröð. Allt í einu vissi hann af einhverjum inni hjá sér. Hann sá óljóst móta fyr- ir einhverri veru, sem leið inn um opnar dyrnar. Hann brá upp vasa- ljósinu og sá þá betlikonuna standa þar holdvota frá hvirfli til ilja og skjálfandi á beinunum. Rennblautt hárið loddi við andlit henni, og vatn- ið streymdi niður eftir lokkunum. „Af hverju lokuðuð þér ekki dyrun- um? Þá hefði yður verið hlýtt,“ sagði hún eins hárri röddu og henni var unnt, svo hann næði að heyra til henn- ar. Hann stóð ósjálfrátt upp og fór að bisa við að koma hurðinni fyrir, og hún kom honum til hjálpar. En stormurinn buldi með auknum ofsa móti þeim, svo lokukengurinn lét undan. Þau þokuðu hurðinni fyrir á nýjan leik og ýttu siðan húsgögnum upp að henni innanverðri: stóru borði, tveimur stólum og kommóðu. Rao furðaði sig á að hann skyldi ekki hafa lokaS dyrunum fyrr. Hann var nú dá- lítið öruggari en áður og líka var hon- um ekki eins kalt. Ógurleg brothljóð kváðu við einhversstaðar í námunda. „Þarna hefur eitthvað fokiS um koll. Kannski hluti af stöðvarbygging-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.