Stefnir - 01.06.1955, Síða 49

Stefnir - 01.06.1955, Síða 49
FÁRVIÐRI 47 hafði þægileg áhrif á hann. Hann hafði alltaf haft ríkan ímugust á svona manneskjum, en þrátt fyrir það var hann þakklátur fyrir félagsskap hennar. „Eigið þér nokkurt skyldulið?" spurði hann og hálfgramdist sjélfum sér um leið fyrir, hve kumpánleg spurningin var. Hún færði sig ögn nær honum til þess að þurfa ekki að beita röddinni mikið. „Það eiga allir eitthvert skyldfólk,11 sagði hún, „en hvað stoðar það? Fað- ir minn drekkur og drekkur eins og berserkur, og sumir segja að hann hafi gert út af við mömmu. Ég á að heita ógift, en ég á þó tvö börn með ribbalda, sem ekkert gerir annað en drekka og spila fjárhættuspil. Ég verð að sjá fyrir fjölskyldunni. Börnin mín tvö eru enn of ung til að betla. Þessi rumur eyðir daglega einhverju af tekjum mínum í brennivín. En hann er lafhræddur við mig. Ég held hann drekki aðallega til þess að finna ekki eins til skömmustunnar gagnvart mér.“ „Ilve miklu getið þér aurað saman á dag?“ „Stundum næli ég mér í fimm rúpíur, en það er raunar ekki oft. Fáir neita mér um einn eða tvo anna. Ég hef nokkuð gott lag á mörgum, þótt ég segi sjálf frá.“ Rao beindi Ijósinu framan í hana og sá að hún brosti. Þannig virti hann hana fyrir sér stund- arkorn og þóttist með sjálfum sér viss um, að hún mundi ekki hika við að þýðast hvaða karlmann sem væri, ef svo bæri undir. „Af hverju starið þér svona á mig?“ spurði hún. „Ég er ekki lengur eins falleg og ég var.“ Honum sárnaði getgátan. „Ég er ekki að horfa á yður,“ svaraði hann stuttur í spuna. „Ég gleymdi að slökkva ljósið.“ 1 sömu andránni kvað við óskap- legur vábrestur. Húsgagnahlaðinn fyr- ir dyrunum tvístraðist í allar áttir og hurðin þeyttist upp á gátt. Annar hurðarvængurinn hentist af hjörunum. Rao þrýsti sér að konunni og greip um hana dauðahaldi. Og hann fann til auðmýkingar rétt sem snöggvast. Flún tók í hönd honum og leiddi hann yfir í hornið sama megin og dyrnar, og hann sýndi ekki minnsta mótþróa. Þarna gætti stormsins ekki jafn mikið, og þarna lét hún hann setjast niður, settist sjálf á hækjur sínar þétt við hlið honum og lagði armana yfir um hann. Dýrslegur hitinn frá faðmlögum hennar hughreysti hann til muna. „Þrýstið yður betur að mér,“ sagði hún „og takið höndunum yfir um mig, svo yður verði hlýrra. Aumingja mað- urinn, þér eruð hríðskjálfandi." Hún hélt áfram að tala. „Hérna er- um við óhultust. Þér eigið líklega ungar dætur, sem yður verður nú hugsað til. Kofinn minn hlýtur að hafa fokið út í veður og vind. Hvað skyldi hafa orðið um börnin mín? Ég vona að nágrannarnir rétti hjálparhönd. Karlinn minn er einskis nýtur og sjálfsagt dauðadrukkinn.“ Rao hlust- aði ekki lengur. Hann vissi ekki um neitt nema likama hennar, sem hann þrýsti að sér í örvæntingaræði, svo sem væri það einasta lífsvon hans. Hún klappaði lionum mjúklega á mjöðmina eins og til merkis um að hún skildi hann til hlítar. Smám saman seig á hann höfgi, unz hann vissi ekki af sér meir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.