Stefnir - 01.06.1955, Page 59
HERVÆÐING ÞJÓÐVERJA
57
Skotæfingar í stúlknadcild æskulýðsfylkingarinnar austur býzku.
minna en um 800 skriðdreka. Flestir
þeirra eru af hinni minni gerð T-34, en
þó munu Þjóðverjar hafa að minsta
kosti 150 risaskriðdreka af tegundinni
Jósef Stalin I. Auk þess allt að þús-
und brynvarðar bifreiðar, nokkur
hundruð fallbyssna og ógrynni af vél-
byssum og minni skotvopnum.
Ifinn austur-þýzki landher skiptist
niður I Suðurherinn, sem er staðsettur
í Saxlandi og eru í honum þrjú her-
fylki. Norðurherinn er í Prússlandi og
Berlín og eru í honum fjögur herfylki.
Til viðbótar eru allskyns hjálparsveit-
ir, vélaherdeildir, verkfræðingasveitir,
loftskeytasveitir og flutningasveitir.
Menn hafa talsvert glöggar fréttir af
þessum mikla austur-þýzka landher,
vegna þess, að liðhlaup úr honum og
flótti hafa verið með fádæmum tíð.
Á árunum 1950—1954 hafa rúmlega 10
þúsund hermenn úr herbúðalögregl-
unni flúið til Vestur Berlínar.
Nokkru minni en þó fullskýrar eru
upplýsingar um það að valdhafar
Austur Þýzkalands hafa jafnvel gengið
svo langt að þeir hafa stofnað „sjólög-
reglu og „loftlögreglu", en þetta eru
dulnefni fyrir hreinræktaðan sjóher og
flugher. Svo virtist um tíma, sem Rúss-
ar ætluðu þessum deildum hins þýzka