Stefnir - 01.06.1955, Síða 70
68
STEFNIR
Kerlingarbjáninn hafði gleymt að kveikja upp í henni. Svo ég kalla á hana
og segi: „Rósa frænka, ég held ég skilji, hvers vegna grænmetið sýSur ekki.“
„Hvers vegna það sýður ekki?“ segir hún. Jæja, ég sagSi henni, að það
kynni að standa í sambandi við það, að ekki hefði veriö kveikt upp, í vélinni.
ARCHIE LEE: Hverju anzaði hún því?
BABY DOLL: Setti bara höfuðið aftur á bak og flissaði. „Ja hérna, ég hélt
það væri eldur í vélinni minni," segir hún. „ Ég hélt, að grænmetiö mitt
syði.“ Allt er mitt. Vélin mín, grænmetið mitt, eldhúsið mitt. Hún hefur
slegið eign sinni á allan staðinn.
ARCHIE LEE: Hún er að fá einhverja mikilmennskudellu. (Hár og skrækur
hlátur lieyrist a5 innan). Hvers vegna flissar hún svona?
BABY DOLL: Hvernig á ég að vita af hverju hún flissar! Eg geri ráð fyrir, að
það eigi að sýna, að hún sé í góðu skapi.
ARCHIE LEE: Svona nokkuð getur orðið ógurlega þreytandi.
BABY DOLLá Þetta fer svo í tau'garnar á mér, að ég gæti sleppt mér og öskrað.
Og þrá! Hún er alveg eins þrá og múlasni.
ARCHIE LEE: Maður getur verið þrár, en kunnað samt að sjóða grænmeti.
BABY DOLL: Ekki ef hann er svo þrár, að hann vill jafnvel ekki' líta inn í vél-
ina til að sjá, hvort það er eldur í henni.
ARCHIE LEE: Hvers vegna ertu að láta gömlu konuna vasast í eldhúsinu ?
BABY DOLL: Utvegaðu mér almennilega stúlku, og ég skal ekki láta hana koma
í eldhúsiö. (ÞaS ískrar í dyrunum og Rósa jrænka kemur út á veröndina.
Hún er móö af áreynslu ejtir gönguna jrá eldliúsinu og heldur sér í hand-
riöiö meSan hún er aS ná andanum. Hún er áttatíu og jimm ára og af þeirri
tegund gamalla kvenna, sem líkist fíngeröum, hvíthœrSum apa. Hún er í
kjól úr gráuni baömullardúk, sem er orSinn of rúmur á korpinn líkama
hennar. Hún hefur sífelldan titring í brjóstinu, sem kemur henni til aS hlæja
jávitalega. Hvorugt þéirra á veröndinni virSist gefa henni gaum, þó aS hún
kinki kolli og brosi glaSklakkalega til þeirra).
RÓSA FRÆNKA: Ég kom með skærin mín. Á morgun er sunnudagur, og ég
kann ekki við húsið mitt blómalaust á sunnudögum. Auk þess sem vindurinn
feykir rósunum burtu, ef við klippum þær ekki. (Baby Doll geyspar mikinn.
Archie Lee sleikir meS hóværu smjatti úr tönnunum).
BABY DOLL: (gefur taugaœsingu sinni lausan tauminn). Viltu hætta að sleikja
úr tönnunum?
ARCHIE LEE: Það festist eitthvað í tönnunum á mér, og ég get ekki losað það.
BABY DOL: Það er til nokkuð, sem heitir tannstöngull til þeirra hluta.
ARCHIE LEE: Ég sagði þér við morgunverði nn ,að við hefðum enga tannstöngla.
Ég sagði þér það sama um hádegið og líka við kvöldmatinn. Þarf það að
koma í blööunum til þess að þú trúir því?
BABY DOLL: Það eru til fleiri oddmjóir hlutir en tannstöngull.
RÓSA FRÆNKA: (álcöf). Archie Lee, góðurinn minn! (Hún tekur tvinnakefli
upp úr troðfullum pilsvasa sínum). Þú bítur spotta af þessum tvinna og