Stefnir - 01.06.1955, Síða 73
SKAMMGÓÐ VIST
71
ARCHIE LEE: Hvernig var það með hann Bunny frænda þinn, þennan skögul-
tennta, fann hann ekki upp nýja aðferð til að hagnýta olíu-úrgang?
BABY DOLL: Fann og fann ekki.
ARCHIE LEE: Hvernig á að skilja það?
BABY DOLL: Nú, þú þekkir hann Bunny. Hann finnur eitthvað upp, krafsar
upp nokkra h'luthafa, en svo fer allt í háaloft og hluthafarnir fara í mál. Og
svo segir hann líka, að konan sín gangi með kvennaveiki.
ARCHIE LEE: Eitthvað er bogið við þau öll, og ekki stíga þau í vitið, en þau
hafa samt vit á því að sjá, að 'gamla konan fer að hrökkva upp af innan skamms,
og enginn af þeim vill hafa hana upp á sér á meðan.
BABY DOLL: Það er víst ekki fjarri sanni.
ARCHIE LEE: Og ég sit uppi með hana.
BABY DOLL: Engan æsing.
ARCHIE LEE: Það á að hafa mig að fífli.
BABY DOLL: Engan æsing, engan æsing. (Rósa frœnka raular hjá rósarunn-
inum).
ARCHIE LEE: Komdu þá kerlingunni á einhvern af þeim hinum.
BABY DOLL: Hvert þeirra, Ardiie Lee?
ARCHIE LEE: Eni-mini-mæni-mó. — Mó getur hirt hana.
BABY DOLL: Hver ykkar er þá „Mó?“
ARCHIE LEE: Ekki ég. (Rósa frœnka höktir hægt og gætilega me'ð skærin sín
kringum rósarunnann og raular fyrir munni sér. Línur úr erindinu hlandast
viS samtaliö, sem fram fer á veróndinni. Blátt rökkur Imígur yfir gar'öinn, en
rósarunninn er umluktur bjartara Ijósi).
ARCHIE LEE: (meö trúarlegum fjálgleik). Sumir fá þessa langvinnu sjúkdóma
og þurfa að taka morfín. Mér er sagt að morfín sé rándýr skratti.
BABY DOLL: Sumir hjara endalaust, þó þeir taki morfín.
ARCHIE LEE: Og það í stórum skömmtum?
BABY DOLL: Já, þó þeir taki það í stórum skömmtum.
ARCHIE LEE: Segjum að gamla konan mjaðmarbrotnaði eða eitthvað, eitthvað
sem morfín þyrfti við.
BABY DOLL: Hitt fólkið mundi verða að hlaupa undir bagga með okkur.
ARCHIE LEE: Já, reyndu nú að ná eyris virði út úr honum Jim, bróður þínum!
Eða þeim Susie, Tom og Bunny! Þau eru öll samansaumuð kvikindi. Þau
velta hverjum eyri fyrir sér, þangað til þau mega til!
BABY DOLL: Þau hafa ekki úr miklu að moða og reyna að halda í sitt.
ARCHIE LEE: Ja, ef til þess kæmi, ef svo færi að hún hrykki upp af hjá okkur,
Skal ég vara þig við einu — (silast á fœtur og spýtir yfir brjóstriöið). Eg læt
hrenna hana og setja öskuna í Kóka-kólaflösku — (hlammar sér niöur aftur)
nema fólkið þitt snari út fyrir kistu! (Rósa frœnka hefur klippt nokkrar
'ósir og skjögrar nú meö þœr í áttina aö dyrunum); Hérna kemur hún aftur.
Talaðu nú við hana.