Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 75
SKAMMGÓÐ VIST
73
RÓSA FRÆNKA: Æ, framtiðina! Nei-nei. Þegar meykerling er orðin um nirætt,
virðist óþarfi að gera mikið veður út af framtíðinni, heillin. Oft hef ég undr-
azt, en þó aldrei efast______ (Rödd hennar dvínar og ómur aj lagi heyrist um
leiö og hún snýr sér frá veröndinni). Jesús hefur aldrei yfirgefið mig! Nei,
blessaður frelsarinn hefur ekki gleymt mér! Hvorki ég né þú, Baby Doll, vit-
um um tímann, en Hann þekkir hann, og þegar hann kemur, mun hann kalla
mig. Vindur mun koma af himni og lyfta mér og taka mig með sér, eins og
hann tekur rósirnar, þegar þær eru orðnar eins og ég er............ (Músikkin.
hljóönar og hún snýr sér jrá veröndinni).
BABY DOLL: (ræskir sig aftur). Það er allt í lagi með það, Rósa frænka, að
treysta á Jesú, en við verðum að muna það, að Jesús hjálpar aðeins þeim, sem
— ja — hjálpa sér sjálfir!
RÓSA FRÆNKA: 0, ég veit það, Baby Doll! (Hún hlœr). Ójá, ég lærði það í
vöggunni. Ég hugsa að ág hljóti að hafa lært það áður en ég fæddist. Já,
hef ég nokkurn tíma verið hjálparlaus? Ég gæti talið veikindadaga mina á
fingrum mér, þá daga, sem ég hef ekki verið á fótum og eitthvað að snúast.
Blessaður frelsarinn hefur haldið mér heilli og starfandi, starfandi og heil-
brigðri, já, ég er hreykin af því, að hafa ekki orðið öðrum til byrði með ell-
inni. Og þegar sá tími kemur, að ég þarf að styðja mig við Hann — (Archie
Lee snýr sér vvó meS þjósti).
ARCHIE LEE: Allt þetta tal um Jesú og illa soðið grænmeti og þess háttar
kemur alls ekki málinu við. Sjáðu nú til, Rósa frænka. —
BABY DOLL: (stendur á fœtur). Archie Lee, viltu halda þér saman eitt andar-
tak?
ARCHIE LEE: Talaðu þá út! Og skýrt! Hvað ertu eiginlega að tvínóna við
þetta?
BABY DOLL: Það er hægt að ræða um hlutina á fleiri en einn veg!
ARCHIE LEE: Jæja, hafðu þig að iþví, og hættu þessu Jesú tali. Það er Súsie,
það er Jim, það er Tom og Jenní og það er Bunny! Og ef enginn þeirra hentar
henni, þá eru hæli í héraöinu, sem vilja taka hana! Láttu hana bara ákveða
á hvert þeirra hún vill fara. Strax í fyrramálið ætla ég að setja skranið
hennar á bílinn og aka með hana þangað sem hún kýs sér! Er það ekki ein-
faldara, en að vappa svona eins og köttur kringum heitan graut? Rósa
frænka er með fullu ráði. Hún veit hvað mörg herbergi eru hérna í húsinu!
Hún veit, að ég er taugaveiklaður. Hún veit, að ég þarf að vinna og að verka-
maður þarf að fá sinn mat! Hann á sitt hús og vill hafa það eftir sinu höfði!
Jesús almáttugur, ef þetta er ekki einföld og sanngjörn lausn á máiinu, skal
ég þvo hendur mínar og láta ykkur tvær um að ráða ráðum ykkar! Já, ég
skal — fari það í helvíti —! (Hann strunsar inn , skellir hurSinni á eftir
sér. ÞaS er löng þögn og Baby Doll horfir vandræSalega út í bláinn, en Rósa
frænka starir á lukta hurSina).
RÓSA FRÆNKA: (aS lokum). Ég héit, að þið krakkarnir væruð ánægð með
matreiðsluna mína. (Blátt rökkur hefur hnigiS yfir garSinn. Rósa jrœnka