Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 82
BREF FRA LESENDUM
STEFNIB hefur tekið upp þá nýbreytni að birta aðsend bréf pistla í sérstök-
um dálki, ,,Bréf frá lesendum“. Er slíkt mjög tíðkað erlendis vinstelt, enda
koma fram í þess háttar skrifum ýmis sjónarmið, en prentfrelsi lilýtur að
vera grundvallaratriði í lýðfrjálsu landi og skilur þar milli feigs og ófeigs ein-
ræðis- 0£ lýðræðisskipulaffs. — Aftur á móti vilja aðstandendur STEFNIS taka
það skýrt fram, að þau skrif, sem hér birtast I»URFA EKKI ENDILEGA AÐ
TtÍLKA SKOÐANIR RITSINS. — Stefnir vill vera í nánum tengslum við les-
endur sína off mun með ánægju birta bréf þeirra og pistla í þessum dálki. — ritstj.
STEINGRÍMUR SIGURÐSSON :
Um „SjÖtíu og níu aí stöðinni" og „múgrœnu
í íslenzkri sögugerð."
X.
Heiðarlciki eður ei?
Hver rithöfundur leggur á brattann með ákveðlnn forða af reynslu og mann-
dómi og broska. Sumir fara af stað og búa til bók með einskorðaða reynslu
af hráleik mannlífsins, hinu ódýrasta og úthverfasta í lífinu, sem er, þegar öllu
er á botninn hvolft, venjuleg blekking og tálsýn hversdagsmannsins. Andlegt
veganesti þeirra er hálfgert tros, daunillt, og efnið, sem þeir taka til meðferðar,
múgrænt og aðferðir í verkinu þrungnar vúlgaritcti — ég bið velvirðingar á
orðinu, því að enn á ísienzk tunga ekki nægilega lýsandi orð, sem nær hugtakinu
kannski væri það einna helzt múgræna eða andans lágstéttarkeimur. Þessir
umræddu höfundar nálgast viðfangsefni sín með litla reynslu af átökum S
dýpstu djúpum mannlegra kennda, ofsi þeirra ekki sannur og ástríður ekki
eðlisbornar. Þeir hafa aldrei sleppt sér I lífinu eins og þeir þykjast geta látið
persónur sinar gera án þess að hafa lifað sjálfir hið sama. Þeir eru ómennt-
aðir á sviði tilfinningalífsins, eru á öðrum andlegum sjónarfleti, þroskasst lítt,
bæta ekki við sig. Enski rithöfundurinn, D. H. Lawrence, talar stundum um
manntegundir, sem séu ómenntaðar í hjartanu (..emotionally uneducated"), og
manni koma þessi orð í hug við lestur nýrrar sögu eftir Indriða G. Þorsteinsson,
„Sjötíu og níu af stöðinni". Ef sú saga er fyrirboði þess, sem koma skal í is-
lenzkum bókmenntum, eins og hún var auglýst, er réttara að ræða áfram
áðurgreinda höfunda, áður en lengra er haldið.
Þessir höfundar eru og verða óþroskaðir, þótt þeir verði, ef til vill, fimari
í að beita tillærðri tækni, að láni fenginni frá öðrum höfundum, og hjúpa
þannig og dulbúa, t. d. með auknum hraða í frásögn, hvað þelr hafa lítið að