Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Síða 172

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1973, Síða 172
170 Meðgöngutíminn var 40 vikur. Hún fæddi á fæðingardeild Landspítal- ans. Fæðingin var hröð (3 klst.). Barnið grét og andaði strax. Fæðingarþyngd var 14 merkur. Lengd 50 cm. Drengurinn hafði ekki gulu eða húðútbrot á fyrstu dögum æfinnar. Móðir segist hafa haft áhyggjur af því, hve drengurinn var rólegur og linur fyrstu mánuð- ina. Honum gekk mjög illa að drekka og borða. Motoriskur þroski var mjög seinn. Hann sat þegar hann var rúml. eins árs, stóð upp þegar hann var 2ja ára og fór ekki að ganga fyrr en hann var 28 mán. Hann er enn ekki farinn að segja almennilega til, en heldur í sér og bíður eftir því, að sér sé hjálpað. Hann pissar þó oftast sjálf- ur, en það verður að hjálpa honum í sambandi við hægðir. Hann hefur fengið allar bólusetningar nema 5 ára sprautuna. Kúabóla hefur ekki komið út á honum. Hann hefur ekkert fengið af barnasjúkdómum. Frá fæðlngu fékk hann hvað eftir annað eyrnabólgur, og þegar hann var 11 mán., var gerð á honum adenoidectomy á Barnaspítala Hringsins. Hann lá einu sinni á Landakoti vegna bronchitis og lungnabólgu þegar hann var á fyrsta ári. Einnig var hann lagður þar inn nokkru seinna til almennrar rannsóknar. Það hafa ekki verið nein sérstök einkenni frá meltingarfærum eða þvagfærum. Hann hefur ekki haft nein huðútbrot eða eczema. Hann hefur ofnæmi fyrir penbritini. 1 september sl. var hann lagður inn á Barnaspítala Hringsins vegna nárakviðslits. 1 fjölskyldusögu kemur í ljós að foreldrar eru hraust Hann á eina systur, sem er 7 ára. Það er engin heyrnardeyfa eða neinir tauga- og heilasjúkdómar í ættinni. Móðir segist hafa verið viss um, að eitthvað væri að drengnum, þegar hann var á milli 1 og 2ja mánaða. Hún tók eftir því, að augun tifuðu óeðlilega mikið (nystagmus). Þegar drengurinn var um eins árs, var hann heyrnarprófaður á heyrnardeildinni, og fannst þá tals- vert heyrnartap og var hann látinn hafa heyrnartæki. Móðir fór með drenginn til rannsóknar á Perkins stofnunina á Watertown í Mass. í Bandaríkjunum vorið 1967. Er ég var á ferð í Boston ári síðar, talaði ég við ... um niðurstöður þessara rannsókna og sagði hún, að þær hefðu leitt í ljós ótvíræðan fávitahátt, og að heyrn væri algjörlega eðlileg. Móðir dvaldi með drenginn á Perkins í nokkrar vikur, og voru henni gefnar þar ýmsar leiðbeiningar um það, hvernig hún ætti að meðhöndla drenginn. Sagði móðir, að þessar ráðlegging- ar hefðu verið mjög nákvaamar og ákaflega tímafrekar og ef ætti að fylgja þeim, þýddi það, að hún gerði ekki annað 24 klst. á sólarhring Henni fannst þó drengurinn taka miklum framförum á meðan hún var með hann úti, og eins eftir að hún kom með hann heim. Drengurinn var tekinn inn í Heyrnleysingjaskólann haustið 1968 til prufu og var framför sl. vetur mjög lítil. Hann hefur ekkert mál, en heyrn er nú alveg eðlil. Hann hefur stillst eitthvað, en er samt mjög erfiður ennþá. Þegar drengurinn er heima, vill hann helst vera úti, en ekki er unnt að láta hann vera einan úti nema tjóðraðan, og hefur það valdið alls konar erfiðleikum £ sambandi við nágrannana. Hann hamast í dyrabjöllum, og hefur verið klagað talsvert undan honum. Hann hefur einnig orðið fyrir aðkasti frá öðrum börnum. Móðir seg- ist eiga mjög erfitt með að fara með hann nokkurn skapaðan hlut. Hún segir, að hann sé svo afbrigðilegur í hegðun, að hann skeri sig alls staðar úr, og hún hafi ekki við að svara spurningum um hvað sé að honum o.s.frv. Hann getur ekkert leikið sér með öðrum börnum og dundar sér ekki neitt sjálfur að ráði við dót. Sem stendur er drengurinn ennþá í Heyrnleysingjaskólanum, en allt er óráðið um það, hversu lengi hann fær að vera þar, þar eð hann virðist ekki eiga samleið með hinum hörnunum. Móðirin gerir sér grein fyrir þessu og er full örvæntingar um það, hvað muni verða um drenginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.