Þjóðmál - 01.12.2016, Page 6

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 6
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Björn Bjarnason Fjölflokka stjórnar- myndun án óðagots Þingkosningamar 29. október 2016 sköpuðu óvissuástand í stjórnmálum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks missti meirihluta sinn án þess að til sögunnar kæmi nýr meirihluti. Áform Pírata undirforystu Birgittu Jónsdóttur um að gera stjórnarsátt- mála fyrir kosningar urðu að engu. Gerði hún tilraun til að smíða slíkt samstarf með stjórnarandstöðunni og efndi til auglýstra funda í veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti.Tilraunin rann út í sandinn og varð til þess að á lokadögum kosningabarátt- unnarfundu frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins meiri áhuga en áður á fylgi við sig. Kjósendum hraus greinilega hugur við að fá stjórn undirforystu Pírata að kosningum loknum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta fslands sunnudaginn 30. október og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Guðni Th. tók sér frest til miðvikudags 2. nóvember áður en hann fól Bjarna Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndun. Bjarni hóf formlegar stjórnarmyndunar- viðræður við Bjarta framtíð (BF) og Viðreisn föstudaginn 11. nóvember en stöðvaði þær og skilaði umboðinu til for- seta íslands þriðjudaginn 15. nóvember en miðvikudaginn 16. nóvemberfól forseti Katrínu Jakobsdóttur, formanni vinstri- grænna (VG), stjórnarmyndun. Katrín Jakobsdóttir hætti tilraun sinni formlega föstudaginn 25. nóvember. Af því 4 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.