Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 12

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 12
Miðað við þá spennu sem oft hefur myndast í stjórnarkreppum var óvenjulega rólegt yfir vötnum stjórn- málanna og ástandið engu líkt sem áður hafði verið við stjórnarmyndanir þegar jafnan reyndi verulega á innan flokka og í samfélaginu öllu. til bráðabirgða þar til ný stjórn kæmi til sögunnar. Miðað við þá spennu sem oft hefur myndast í stjórnarkreppum var óvenju- lega rólegtyfir vötnum stjórnmálanna og ástandið engu líkt sem áður hafði verið við stjórnarmyndanir þegar jafnan reyndi veru- lega á innan flokka og í samfélaginu öllu. Tvennt kann að ráða mestu um rólegheitin: í fyrsta lagi bíða ekki nein knýjandi úrlausnarefni afgreiðslu stjórnmálamanna. Þeir hafa svigrúm til að spjalla saman án þess að takast á við aðkallandi mál. Birgitta Jóns- dóttir lýsti þessu þannig í ríkisútvarpsviðtali mánudaginn 5. desember: „Það er þá [við það að hún fékk umboðið] kominn aðeins meiri þrýstingur um það fari að koma í það minnsta einhver ákvörðun um það að flokkar ætli sér að fara í alvöru stjórnarmyndunarviðræður. Það hefur ekki komist á það stig hjá neinum sem hafa gert tilraunir að það sé farið í formlegri viðræður [þetta er ekki rétt eins og að ofan greinirj. f raun og veru er það eðlilegt að það taki svolítinn tíma fyrir flokka, sér í lagi þegar við erum að tala um fleiri en tvo, að stilla saman strengi. [...] Það sem ég heyrði var að þetta [gagnrýni af hálfu þingmanna Viðreisnar] snúist ekki beint um það hver hafi fengið umboðið heldur að fólk hafi viljað hafa þetta eins og þetta var, þar sem allir voru að tala við alla, aðeins lengur. Ég ætla ekki að þykjast vita betur en forsetinn hvað hann telur vera rétt til að hér verði starfhæf ríkisstjórn. Það kom mér persónulega og okkur í Pírötum svolítið á óvart við fengum þetta umboð á föstudaginn [2. desember] vegna þess að það hafði komið mjög skýrt fram að þeir sem höfðu verið í viðræðum við marga flokka þurftu að fá smá rými til að meta og fara yfir þær upplýsingar sem þeir höfðu nálgast í gegnum þá vinnu. Fyrir vikið hefur maður gefið fólki þetta rými um helgina og við sjálf svolítið verið að undirbúa okkur. Það er ekki beint þannig að það sé komin stjórnarkreppa. Þingið verður sett á morgun og við förum inn á þing með alla þessa nýju þingmenn." í öðru lagi leggja stjórnmálanenn og fjölmiðlamenn eða jafnvel stjórnmála- fræðingar ekki mat á stjórnarkreppu á sama hátt og áður var gert. Eins og sjá má á orðum Birgittu efast hún um að komin sé stjórnar- kreppa þegar starfsstjórn hefur þó setið í rúman mánuð. Þetta kemur heim og saman við ummæli ýmissa álitsgjafa sem telja að eitthvað annað ástand en seta starfsstjórnar þurfi að ríkja til að talað skuli um stjórnar- kreppu. Hvernig ástand það er hefur ekki verið skilgreint. Mætti ætla að ekki þurfi að leggja hart að sér við stjórnarmyndun fyrr en allir eru sannfærðir um að stjórnarkreppa sé hafin! Stjórnarkreppan hófst við lausnarbeiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar sunnudaginn 30. október 2016. Þeir sem buðu sig fram til alþingis buðu þjóðinni krafta sína til að veita henni stjórn. Séu þeir ekki færir um það verður kjósa að nýju í von um að þá beiti kjósendur atkvæði sínu á þann veg að mynda megi starfhæfa, ábyrga ríkisstjórn. VI. Efasemdaraddir heyrðust um réttmæti þess að stytta kjörtímabilið og kjósa 29. október 2016 í stað apríl 2017. Rökin fyrir að rjúfa þing urðu augljós eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætis- ráðherra vegna vantrausts þingflokks fram- sóknarmanna. Annar þingflokkurinn að baki ríkisstjórninni lamaðist í raun við þetta. Kosningaúrslitin sýna rauar að tímabært var að lækka risið á Samfylkingunni á þingi og tryggja að styrkur hennar þaryrði í samræmi við stuðning við flokkinn meðal þjóðarinnar. 10 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.