Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 14

Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 14
í kosningunum í apríl 2009 fékk Samfylkingin 29,8% og 20 þingmenn. Nú fékkflokkurinn aðeins 5,8% og 3 þingmenn. Er einsdæmi hér að flokkur hafi glutrað niður fylgi sínu á svo dramatískan hátt. Hvort Samfylkingin rís úr öskunni kemur í Ijós en jafnaðarmannaflokkar víðar í Evrópu eiga nú undir högg að sækja og verða að laga sig að breyttum aðstæðum vilji þeir halda lífi. Fyrsta heilbrigðiseinkenni Samfylk- ingarinnar ætti að birtast í afneitun á ESB-aðildarstefnunni sem Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson settu á oddinn á árinu 2009. Á síðasta kjörtímabili fór fylgi Pírata upp fyrir öll skynsamleg mörk í skoðanakönnunum, sló upp í 42% og var um 40% í árs- byrjun 2016. Vegna athyglinnar sem beindist að Pírötum vegna dæmalauss prófkjörs þeirra fyrir þingkosningarnar og tilraunar- innar til stjórnarmyndunar á lokadögunum fyrir kosningar hrundi af þeim fylgið og hefur haldið áfram að minnka að kosningum loknum. í stjórnarmyndunarviðræðunum hefur Birgitta Jónsdóttir slegið út af borðinu allar kröfur sem hún kynnti fyrir kosningar um stutt þing sem helgaði sig stjórnarskrár- málinu og um uppstokkun á stjórnarráðinu eða aukið vald löggafarvalds á kostnað framkvæmdavalds. Það stendur ekki steinn yfir steini kosningastefnu Birgittu. VII. Hér var í síðasta hefti Þjóðmála fullyrt að besti kosturinn að loknum kosningum yrði framhald á stjórnarsamstarfi Sjálf- stæðismanna og Framsóknarmanna.Til þess hafa þeir ekki meirihluta á nýju þingi. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi fengið átta þingmenn kjörna er sagt að í raun séu aðeins sex þingmenn að baki þátttöku flokksins í ríkisstjórn, Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son og Gunnar Bragi Sveinsson hafi skapað sér slíka sérstöðu í þingflokknum að þeir eigi ekki samleið með öðrum þar. Á lýðveldistímanum hefur þriggja flokka stjórn aldrei setið heilt kjörtímabil. Þingflokkar hafa þó jafnan verið færri en þeir eru nú og aldrei hafa jafnmargir nýir þingmenn setið á alþingi. f samfélaginu er mikið umrót og vantrú á lykilstofnunum þess. Þrjú mál skulu nefnd: Vegna sakamála í tengslum við bankahrunið hefur markvisst verið vegið að hæstaréttar- dómurum.Trú á eftirlits- stofnunum minnkaði vegna svonefnds brúneggjamáls, í Ijós kom að neytendum hafði verið seld svikin vara á yfir- verði. Bankastjóri Landsbanka íslands neyddist til að segja af sér vegna aðgæsluleysis við sölu á hlut bankans í greiðslu- fyrirtækinu Borgun. Við þetta bætist síðan virðingarleysi fyrir alþingi og stjórnmálamönnum. Við þessar aðstæður er brýnt að í ríkisstjórn setjist menn með reynslu af landstjórninni. Hana er mesta að finna í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri hreyfingunni - grænu fram- boði. Meginmarkmið stjórnarinnar yrði að stuðla að auknu trausti og samheldni innan samfélagsins með því að styrkja innviði þess og varðveita íslensk gildi. Björn Bjarnason er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, menntamálaráðherra og síðar dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Spurt er hvort þingflokkur Framsóknar- flokksins hafl átta eða sexþing- menn innan sinna raða. 12 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.