Þjóðmál - 01.12.2016, Side 17

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 17
„Við lítum á okkur sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt fyrir menn að festa merkimiða á okkur og kalla miðjuflokk eða vinstriflokk vegna þess að við viljum ná yfir breitt svið í samfélaginu. Við erum fyrst og fremst flokkur jafnaðarstefnunnar... Við erum jafnaðarflokkur og það skiptir mig engu máli hvort menn vilja kalla hann miðjuflokk eða vinstriflokk." þörf á að jafna leikinn í samfélaginu og við erum tilbúin til þess að veita ríkisstjórn forystu. Við erum tilbúin til þess hvenær sem er að taka við stjórnartaumunum, hvort heldur er á þessu kjörtímaþili eða eftir næstu kosningar. Kæru flokkssystkin. Ég lýsi yfir að af minni hálfu þá hefst kosn- ingastarfið strax í dag." „Það verður okkar hlutverk, sem erum komin saman í þessum sal, að gæða stjórn- málin siðferðilegu inntaki, sem þau skortir svo mjög í dag,"sagði Össur sem undir lok ræðunnar lagði áherslu á helstu baráttumálin: „Við berjumst fyrir sanngjörnu samfélagi jafnra tækifæra. Við viljum að einstaklingur- inn blómstri í samfélagi sem sinnir um hann. Við vitjum að réttindi haldist í hendur við skyldur. Við viljum að öflugt efnahagslíf og sanngjarnt samfélag fari saman. Við teljum að einstaklingsframtak og félags- hyggja eigi samleið. Við viljum gagnsæja og lýðræðislega stjórnsýslu með dreifðu valdi. Við einsetjum okkur að breyta íslenskum stjórnmálum með nýjum hug- myndum á grunni samhjálpar og atorku." í viðtali við MorgunPlaðið 9. maí sagði hinn nýkjörni formaður að lagður hefði verið grunnur að aðferðum til„þess að vinna okkur inn í framtíðina"og bætti við: „Sterk átakahefð hefur einkennt flokkana á vinstri vængnum. Ég hef einsett mér að útrýma henni og leggja áherslu á að iðka samræðustjórnmál, þar sem menn ræða sig að niðurstóðu. Þáttur í því er að einangra málaflokka, sem við þurfum að takast á við og kalla sem oftast til sérfræðinga til að eiga orðaskipti við okkur. Það gerðum við með glæsilegum árangri á málstofum sem haldnar voru á stofnfundinum." Það var skýrt í huga Össurar hver helsti andstæðingur Samfylkingarinnar væri: „Við lítum á okkur sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórn- málum. Það er erfitt fyrir menn að festa merkimiða á okkur og kalla miðjuflokk eða vinstriflokk vegna þess að við viljum ná yfir breitt svið í samfélaginu. Við erum fyrst og fremst flokkur jafnaðarstefnunnar. Við erum lítil þjóð í stóru landi sem hefur lifað af hörmungar og hallæri í gegnum aldirnar vegna samhjálpar. Það er því ákaflega sterk hefð fyrir samhjálp og jafnaðarhyggju á íslandi. Þess vegna geri ég mér vonir um að vel framsett stefna, sem er sett fram af heiðarleika og án nokkurs hroka og flokkur sem reynir að skilgreina þau vandamál sem berja að dyrum og leitar svara við þeim, eigi mikinn hljómgrunn. Við erum jafnaðarflokkur og það skiptir mig engu máli hvort menn vilja kalla hann miðjuflokk eða vinstriflokk. Mitt starf í stjórnmálum gengur ekki eftir merkimiðum." 8 PÖSTUDAGUK 12. MAl 2000 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 15

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.