Þjóðmál - 01.12.2016, Side 21
sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðar-
innarog mæltum gegn þjóðaratkvæða-
greiðslu um hann.
Aðildarumsóknin Við byggðum aðildar-
umsókn að ESB á flóknu baktjalda-
samkomulagi, sem aldrei hélt, í stað þess
að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara
í aðildarviðræður, sem hefði bundið alla
flokka við umsóknarferlið.
Skuldir heimilanna Þegar fólk var að
drukkna í skuldafeni tókum við að okkur
í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að
það ætti að borga skuldir sínar, í stað
þess að taka okkur stöðu með fólki gegn
fjármálakerfi.
Fiskveiðistjórnunin Við lofuðum
breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi en
týndum okkur í langvinnum samningum
fyrir luktum dyrum við samstarfsflokkinn
um útfærslur á breytingum, sem strönduðu
svo hver á eftir annarri. Þess í stað hefðum
við sem lýðræðisflokkur átt að leita til
almennings um stuðning í glímunni við
sérhagsmunaöflin.
Stjórnarskráin Við höfðum forgöngu um
stjórnarskrárbreytingar, en drógum það
alltof lengi að áfangaskipta verkefninu
til að koma mikilvægustu breytingunum
í höfn. Ég tók um síðir af skarið, en í stað
þess að samtalið væri lifandi og allt uppi á
borðum var upplifun fólks sú að ég hefði
brugðist og fórnað málinu og allt hefði
klúðrast."
Djúp sár og óheiiindi
Sannfæring Árna Páls um að vinstri stjórnin
hafi klúðrað málum eraugljós. Innan Sam-
fylkingarinnar urðu til djúp sár þegar þing-
manni varfórnað. Landsdómsmálið risti
flokkinn í tvennt. Ingibjörg Sólrún fyrirgaf
aldrei framgöngu samherja sinna þegar
nokkrir þeirra töldu rétt að ákæra hana og
þrjá aðra fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, bauð sig fram gegn Árna Páli
og naut m.a. stuðnings Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Bréf Árna Páls varpar Ijósi á undirmál og
óheilindi innan Samfylkingarinnar. Sjálfur
kynntist hann undirmálunum þegar and-
stæðingar hans nýttu glufur í lögum flokksins
og sóttu að honum á landsfundi 2015.
Árni Páll var kjörinn formaður nokkrum
mánuðum fyrir kosningarnar 2013, en þá
beið Samfylkingin afhroð eftir fjögurra ára
stjórnarsetu meðVinstri grænum. Flokkurinn
missti yfir helming þingmanna sinna - fékk
aðeins níu menn kjörna á móti 20 fjórum
árum áður. Það hafði byrjað að molna undan
þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætis-
ráðherra og nokkru síðarformaður. Árna
Páli tókst að stöðva hrunið tímabundið og
ná nokkurri viðspyrnu. Á síðustu mánuðum
2014 mældist fylgið um og yfir 20%. En þá
var lagt til atlögu við formanninn.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram
til formennsku á landsfundi í ársbyrjun 2015
og öllum var Ijóst að hún naut stuðnings
Jóhönnu Sigurðardóttur, sem aldrei virðist
Það hafði byrjað að molna undan þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð
forsætisráðherra og nokkru síðar formaður. Árna Páli tókst að stöðva
hrunið tímabundið og ná nokkurri viðspyrnu.
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 19