Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 24

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 24
pólitíska ábyrgð á atburðum sem hann tók engar ákvarðanir um. Þau töldu líka lands- dómsmálið vera meðal stærstu réttlætis- verka jafnaðarmanna á seinni árum." Sem dæmi um„dómgreind Reykjavíkur- pakksins" bendir Karl Th. á að um leið og fylgið hafi farið að aukast í formannstíð Árna Páls hafi verið reynt að koma honum frá: „Smám saman tókst þeim að fæla æ fleiri frá flokknum, með lokuðum prófkjörum, kvótum og girðingum sem alluralmenn- ingur hló að. Og þeim tókst færa flokkinn svo langt til vinstri að hann gleymdi erindi sínu. Þegar öllu er á botninn hvolft líkar þeim betur við hið þrönga erindi Vinstri grænna en sitt eigið." Það er samhljómur í þessari lýsingu KarlsTh. og skoðunum sem Kolbrún Bergþórsdóttir setti fram fyrir Ijórum árum. Samfylkingin var orðin vinstri flokkur í anda Vinstri grænna. Niðurstaða kosninganna í októóer síðastliðnum var því fyrirsjáanleg að mati Karls Th. - erindið hafi ekkert verið og lítið annað en„almennt hjal um gott sam- félag og réttlæti". Sjálfsmynd„pakksins" lýsir KarlTh: „Við erum æðisleg, aðallega þó svo gott fólk, en samt alveg ómöguleg. Við þurfum að breyta skipulaginu. Lögunum. Reisa fleiri girðingar. Finna sökudólga. Við fáum ekkert fylgi án þess að taka til í eigin ranni. Um þetta hafa þau talað látlaust í átta ár. Með þessum líka árangrinum." „Og reykvíska sjálfsásakanainnan- tökusökudólgaleitandi liðið er þingmanns- laust," skrifar Karl Th og spyr að lokum: „Hversu póetískt getur réttlætið orðið?" Stoppar blæðingin? Fáir deila um að Samfylkingin færðist til vinstri undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur - a.m.k. ekki þeir sem eiga rætur í Alþýðu- flokknum eða líta á sig sem hefðbundna jafnaðarmenn - krata. En jafnvel sú staðreynd getur ekki skýrt að fullu hrun flokksins sem ætlaði sér að verða„turn" í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur reyndist báðum stjórnarflokkunum dýr- keypt en Samfylkingin þurfti að greiða hærra verð en Vinstri grænir. Ríkisstjórnin var sundurtætt, lagði mikið undir í málum sem klufu þjóðina - breyting á stjórnarskrá og aðildarumsókn að Evrópusambandinu - gerði misheppnaðar tilraunir til að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða (sem Össur kallaði síðar bílslys) - gerði samninga um lcesave-skuldir Landsbankans í andstöðu í yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar - reyndi í tvígang að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um lcesave og kom í veg fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu um ESB-umsókn. Stjórnin náði ekki tökum á ríkisfjármálum, sat undir harðri gagnrýni fyrir vitlausa forgangsröðun ríkisútgjalda, hækkaði skatta (ekki síst á launafólk), náði litlum sem engum árangri við að rétta af skuldastöðu heimilanna, og virtist fremur ganga erinda erlendra kröfuhafa og vogunarsjóða, en íslenskra heimila og fyrirtækja. Þegar samið var um að kröfuhafar eignuðust tvo af þremur viðskiptaþönkunum, jók það tortryggnina í garð ríkisstjórnarinnar. Landsdómsmálið risti djúp sár meðal samfylkinga og„hönnuð" atkvæðagreiðsla nokkurra þingmanna flokksins jók innbyrðis tortryggni. Ríkisstjórnin var þjökuð af deilum og ráðherrum var skipt inn og út. Margt benti hins vegar til að eftir útreið í kosningunum 2013 hafi Samfylkingin verið að ná vopnum sínum. Undir lok árs 2014 var fylgið komið yfir 20%. Það var merki um pólitískt dómgreinarleysi þegar Sigríður Ingibjörg gerði tilraun til að fella Árna Pál úr formannsstólnum og nýta sér glufur í reglum flokksins.Tilraunin mistókst en formaðurinn var helsærður. Frá þeim tíma var Samfylk- ingin í frjálsu falli. Niðurstaða kosninganna í októþer var verri en nokkur átti von á. Frá því að Sigríður Ingiþ- jörg reyndi hallabyltinguna hefurflokkurinn verið blæðandi sár og fram að kosningum hurfu tveir af hverjum þremur stuðnings- mönnum flokksins. Hvort blæðingin heldur áfram á tíminn eftir að leiða í Ijós. 22 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.