Þjóðmál - 01.12.2016, Page 26

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 26
Framkvæmdastjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna taldi ekki ástæðu til að fagna góðum árangri kvenna íprófkjörum íReykjavík og Norðvesturkjördæmi. Fjórar konur voru meðal átta efstu í Reykjavik og ung kona náði sögulegum árangri íNorðvesturkjördæmi. ÓlöfNordal er varaformaður Sjátfstæðisfiokksins og var langefst i Reykjavík. Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, ritari Sjálfstæðisfiokksins, htaut glæsilega kosningu í fjóra stæti en á eftir henni var Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir var ísjöunda sæti. Þórdis Kolbrún Gylfadóttir náði glæsilegum árangri i Norðvesturkjördæmi. hafa séð ástæðu til kalla framkvæmdastjórn saman til að fagna góðum árangri kvenna í prófkjörum sem fóru fram viku áður en sjálf- stæðismenn gengu að kjörborði í Suður- og Suðvesturkjördæmum. Engin ástæða til að fagna! Fjórar konur voru í átta efstu sætunum í prófkjöri í Reykjavík og Ólöf Nordal var efst. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, varð í fjórða sæti á eftir sitjandi þingmönnum. Hún er aðeins 26 ára gömul. Sigríður Á. Andersen varð í fimmta sæti og Hildur Sverrisdóttir í því sjöunda. Hildur kom ný inn líkt og Albert Guðmunds- son sem náði áttunda sætinu, en hann er ári yngri en Áslaug Arna. Niðurstaða prófkjörsins í Reykjavík var því ekki aðeins góð fyrir konur heldur ekki síður fyrir ungt fólk sem hlaut brautargengi. LS taldi ekki tilefni til að fagna. í Norðvesturkjördæmi náði ung kona sögulegum árangri. Þórdís Kolbrún Reykljörð Gylfadóttir, var ekki aðeins kjörinn í annað sæti í prófkjörinu heldurfékk hún í heild flest atkvæði. Hún er 29 ára gömul og aldrei hefur kona náð viðlíka árangri í kjördæminu. í Ijórða sæti var Hafdís Gunnarsdóttir. Kynja- hlutföllin voru jöfn í fjórum efstu sætunum. Landssamband sjálfstæðiskvenna þagði þunnu hljóði yfir sögulegum árangri Þórdísar Kolbrúnar.Tækifærið til að brýna stallsystur sínar og flokksbræður í þeim tveimur prófkjörum sem voru framundan, þ.e. í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi, var ekki nýtt. Sú spurning er áleitin hvort aðrar ástæður en slakt gengi kvenna í prófkjöri í Suðvestur- kjördæmi hafi verið ástæða þess að framkvæmdastjórn LS kom saman á laugar- 24 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.