Þjóðmál - 01.12.2016, Side 31

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 31
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra ákvað að hætta ístjórnmálum. Hún naut víðtæks stuðnings frá upphafi. fréttum enda sannfærðir um að tímasetning úrsagnarinnar hafi fyrst og síðast miðast við að valda sem mestum skaða. Glæsileg kosning Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem ákvað að hætta í stjórnmálum eftir prófkjör í Suður- kjördæmi í september síðastliðnum, naut strax víðtæks stuðnings þegar hún haslaði sér völl í stjórnmálum. Hún bauð sig fyrst fram í Suðvesturkjördæmi - náði fimmta sæti í prófkjöri og var kjörin á þing 2007.Tveimur árum síðar flutti hún sig um set í Suðurkjör- dæmi og ekki varð árangurinn lakari. Fjórar konur voru í sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi árið 2009. Ragnheiður Elín vann góðan sigur í fyrsta sæti og lagði Árna Johnsen. Unnur Brá Konráðsdóttir varð í þriðja sæti, íris Róbertsdóttir í því fjórða og Björk Guðjóns- dóttir í sjötta. Fjórum árum síðar hlaut Ragnheiður Elín glæsilega kosningu í fyrsta sætið með 64% atkvæða og liðlega 82% atkvæða í heild. Unnur Brá náði öðru sætinu með meira en tvöfalt fleiri atkvæði en sá sem kom næstur. Ragnheiður Elín varð ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2013- 2016. í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar 2013 var Ragnheiður Ríkharðs- dóttir kjörin í annað sæti listans, á eftir Bjarna Benediktssyni. Ragnheiður atti kappi við Jón Gunnarsson og hafði betur með nokkrum yfirburðum. f sama prófkjöri steig ný kona inn á sviðið. Elín Hirst náði fimm sætinu með um 52% atkvæða og 67% heildaratkvæða. Hún settist á þing í framhaldinu. Ragnheiður var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins frá 2013 uns hún ákvað að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í síðustu kosningum. Ólöf Nordal hefur alla tíð notið velgengni innan Sjálfstæðisflokksins. Hún náði þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Norðausturkjör- dæmi fyrir kosningarnar 2007. Þetta var hennar fyrsta tilraun. Þremur árum síðar var hún kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir kosningarnar 2009 færði Ólöf sig til Reykjavíkur en hún ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri 2013. Eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra var Ólöf, sem þá var utan þings, fengin til að setjast í ráðu- neytið. Hún var síðan kjörin varaformaður á landsfundi 2015. Á sama fundi var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kjörin ritari flokksins. Þannig eru konur í tveimur af þremur æðstu embættum Sjálfstæðisflokksins. Ólöf tók þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar í haust og hlaut yfirburða kosningu í 1. sæti. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 29

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.