Þjóðmál - 01.12.2016, Page 48
hælisleitendunum sem koma
til Svíþjóðar og greip til
gagnráðstafana.
Allt gerist þetta á sama
tíma og engu er líkara en
ekkert sé unnt að gera hér
á landi til að stöðva streymi
fólks til landsins sem kemur
á ólögmætan hátt og krefst
hælisvistar þegar á það er
bent.
Að sjálfsögðu er unnt að
grípa til hertra aðgerða hér
á landi. Staðan er þannig
núna að 957 einstaklingar
hafa sótt um hæli á þessu
ári. Af þeim eru um 62% frá
Albaníu og Makedóníu. Það
þýðir að ef 1200 milljónir
kr. fara í þessa þjónustu á
árinu, munu um 750 milljónir
fara í að þjónusta fólk með
tilhæfulausar umsóknir.
Hvatinn er fyrst og fremst:
1. Frítt húsnæði og uppihald
2. Svört atvinna 3. Heil-
brigðisþjónusta. Það er með
öðrum orðum talið fjárhags-
lega ábatasamt að koma
hingað.
Athygli fjölmiðla beinist
ekki að undirrót þessara
skipulögðu ferða hingað
heldur mætti helst ætla af
fréttum að um eitthvert
náttúrulögmál sé að ræða.
Óskiljanlegt er hvers vegna
ekki er gripið til jafnskipu-
lagðra gagnaðgerða af hálfu
stjórnvalda og þeir beita sem
sjá um ferðir fólksins hingað.
Þar má til dæmis nefna
fjölgun lögreglumanna í
flugstöð Leifs Eiríkssonar og
starfsstöð fyrir lögfræðinga
Útlendingastofnunar þar
til að strax séu teknar
ákvarðanir í máli fólks sem
hefur enga heimild til að fara
inn í landið heldur vill nýta
þá þrjá liði sem að ofan eru
nefndir.
Vilji menn ekki sjá
þessi mál fara enn meira
úr böndunum hér þarf
sameiginlegt átak stofnana
innanlands og erlendis.
Hvers vegna hleypa Danir
eða aðrir þessu fólki inn á
Schengen-svæðið? Hafa
sendiráð íslands leitað
skýringa á því?
Þegar Svíar hertu reglur
sínar vegna útlendinga áttu
þeir samstarf við Dani. Hvers
vegna hafa íslendingar ekki
stofnað til slíks samstarfs
vegna flugferða til íslands?
Björn Bjarnason í
dagbókarfærslu
22. nóvember 2016
Nokkrar staðreyndir um borgarsjóð
• Langtímaskuldir A-hluta jukust um 137%
að raunvirði frá árslokum 2009 (árið fyrir
valdatöku Samfylkingar og ári eftir hrun
fjármálakerfisins) til loka árs 2015.
• Heildarskuldir nær tvöfölduðust og voru
tæplega 40 milljörðum meiri á föstu verðlagi.
• Eigið fé minnkaði um 2,9 milljarða.
• Heildartekjur voru 16,5 milljörðum krónum
hærri að raunvirði 2015 en 2009.
• A-hluti hafði 113 þúsund krónum hærri tekjur af hverjum borgarbúa 2015 en 2009 á föstu
verðlagi. Rekstrargjöld voru hins vegar 199 þúsund krónum hærri.
• Skuldir A-hlutajukustað raunvirði um 315 þúsund krónurá hvern íbúa. Eigiðfé minnkaði á
sama tíma um 45 þúsund.
• Að raunvirði var veltufé frá rekstri 38% minna á síðasta ári en 2009. Veltufé er mælikvarði á
stöðu grunnrekstrar A-hluta.
• í árslok 2009 var veltufjárhlutfallið 2,12 en var komið niður í 1,18 við lok síðasta árs.
46 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016