Þjóðmál - 01.12.2016, Side 49

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 49
SJÁVARÚTVEGUR Ásgeir Jónsson Sannleikurinn um sjávarútveg Á skólaskipi í janúar 1990 tók sá sem hér ritar þá ákvörðun að hætta námi í líffræði við Háskóla íslands eftir eina önn. Námið hafði í sjálfu sér gengið vel en ég hafði ekki fundið mig í því. Ég ákvað því að snúa aftur heim í Skagafjörð og munstra mig á togara. Ég eyddi næsta ári eða svo á sjó. Þetta var frábær tími. Það er freistandi í þessu sambandi að vitna í söngtexta Bjartrmars Guðlaugssonar úr laginu Vottorð í leikfimi ;„að lífsspekin liggur í saltinu, rokinu og kláminu". En það er önnur saga. Togarinn minn hét Skagfirðingur og var einn fyrsti skuttogarinn sem kom til landsins í upphafi áttunda áratugarins (undir nafninu Bergvík). Hann var elsti togari flotans þegar ég steig um borð. Fiskiðjan á Sauðárkróki hafði þá safnað til sín nokkrum slíkum öldungum og mannað þá með sveitamönnum líkt og mér. Aðrar útgerðir gerðu grín að þessum tilburðum og kölluðu þetta„skólaskip". Hvað um það. Skagfirska sveitaútgerðin snerist um vinnslu í landi. Skipstjórinn minn fékk þess vegna hringingu úr frystihúsinu á Sauðárkróki og var skipað um að koma með þessar og hinar tegundir á hinum og þessum tímum. Útgerðin var einnig að tuða við hann um eldsneytis- kostnað og fleira. Þetta var allt annar fókus en hafði tíðkast á íslandsmiðum þar sem aflakóngar höfðu löngum verið hafnir til virðingar. Á Halamiðum horfði ég síðan á nýsmíðaða Vestfjarðatogara spæna fram úr okkur og við vissum fullvel að enginn vestfjarðakapteinn tók við skipunum eða kvabbi úr landi. Þeir voru aflakóngar sem ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 47

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.