Þjóðmál - 01.12.2016, Page 51

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 51
Kvótakerfið skapar arð með tvennum hætti: í fyrsta lagi með skilvirkri veiðistjórnun útfrá líffræðilegu sjónar- horni þar sem hægt er að ákveða heildarafla með nákvæmni og koma í veg fyrir ofnýtingu fiskistofna. í öðru lagi gerir frjálst framsal aflaheimilda það að verkum að hagkvæmustu útgerðaraðilarnir munu kaupa þá lakari út og sjá um veiðarnar með lágmarks kostnaði og með mestri arðsemi. tapi í arðsaman rekstur. Hin skrefin vilja oft gleymast, líkt og frjálsir fiskmarkaðir og malbikaðir vegir. Landið er nú eitt markaðs- svæði fyrir fisk. Það hefur leitt til þess að gamla nauðhyggjan um að fiskimið, byggð og vinnsla séu reyrð saman er horfin. Nú geta útgerðarfyrirtæki stundað veiðar á einum stað en selt aflann til vinnslu annars staðar. í stuttu máli má orða það svo að fiskvinnsla hafi orðið eins og hver annar iðnaður þar sem hráefni er keyrt á milli landsljórðunga og nálægð við stöðugt vinnuafl, góðar vegsamgöngur, flugvelli og útflutnings- hafnir skipta álíka miklu máli og nálægð við fiskimiðin. Sjávarútvegur er höfuðatvinnuvegur landsbyggðarinnar og því hlýtur umræða um byggðamál ávallt að vera nátengd sjávar- útvegnum. Á móti kemur vitaskuld að enginn hefur hagnast meira á hagkvæmum og vel reknum sjávarútvegi en einmitt lands- byggðin. Og Trumpískur populismi sem byggir á því að hindra framþróun og hag- kvæmni í greininni til þess eins að vernda störf úti á landi mun koma illilega niðurá lífskjörum þjóðarinnar. Hins vegar hangir aðeins meira á spýtunni en þetta. Arður og audlindarenta Kvótakerfið skapar arð með tvennum hætti: í fyrsta lagi með skilvirkri veiðistjórnun út frá líffræðilegu sjónarhorni þarsem hægt er að ákveða heildarafla með nákvæmni og koma í veg fyrir ofnýtingu fiskistofna. í öðru lagi gerir frjálst framsal aflaheimilda það að verkum að hagkvæmustu útgerðaraðilarnir munu kaupa þá lakari út og sjá um veiðarnar með lágmarks kostnaði og með mestri arðsemi. Þessir eiginleikar kvótakerfisins ættu nú að liggja í augum uppi eftir tæplega 30 ára reynslu þannig að lítt þurfi um þá að deila. Arðsköpunarkraftur kvótakerfisins er hins vegar mun meiri en venjulegs atvinnurekstrar þar sem kerfið snýst um að takmarka aðgang að auðlindinni og skapar þannig auðlindarentu. Auðlindarenta er grunnhugtak í hagfræði og er einfaldlega viðvarandi munur á söluverði afurða og kostnaðarverði aðfanga. í almennum og venjubundnum rekstri þar sem engar aðgangshindranir eru til staðar hverfur rentan í samkeppni milli fyrirtækja. Ef hins vegar eitthvert fyrirtæki hefur aðgang að framleiðsluþætti, s.s. náttúruauðlindum, skapast jafnframt forsenda til þess að viðhalda rentu til lengri tíma. Rentan kemur fram í verði aflaheimilda. Töluvert mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að útgerðarmenn hafi fengið kvótann gefins árið 1984 á grundvelli veiðireynslu síðustu þriggja ára á undan. Útgerðarfyrirtækin sem fengu þessa úthlutun áttu þó að baki ára og áratuga starfsemi og hjá þeim samsöfnuð reynsla og þekking Islendinga í útgerð og það verður ekki séð að nokkur aðrir hefðu frekar átt að fá kvótann úthlutaðan. Á þeim tíma leit heldur enginn á kvótann sem gjöf enda var enginn arður til staðar í greininni á þeim tíma. Arðurinn og eignin varð ekki til fyrr en að atvinnu- greinin hafði endurskipulegt sig og hagrætt. Aukinheldur, meðan á hagræðingarferlinu stóð þurftu bestu útgerðirnar að kaupa hinar út. Það er því heldur lítið sem eftir stendur af hinni upprunalegu kvótaúthlutun þar sem flestar útgerðir hafa keypt sinn kvóta og auðlindarentan hefur að mestu runnið til þeirra sem hafa hætt í greininni og verið borgaðir út. Hægt er að deila um hvort þetta hafi verið sanngjarnt eður ei - en það hefur í sjálfu sér litla þýðingu að líta í baksýnis- ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 49

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.