Þjóðmál - 01.12.2016, Page 52

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 52
Ef annað veiðikerfi væri við lýði myndi það leiða til þess að veiðarnar væru hagnaðarlausar - líkt og var hérlendis fyrir daga kvótakerfisins og þekkist enn í mörgum vestrænum löndum. Hagnaðurinn skapast með því að byggja upp virðiskeðjur sem einnig mynda bakbein fyrir hátækniiðnað af ýmsum toga. spegilinn. Þetta var það gjald sem greinin þurfti að greiða til þess að vinda ofan af langvarandi offjárfestingu í greininni og ná fram hagræðingu. Til framtiðar Það sem nú blasir við er að endurbæta kvótakerfið og bæta úr núverandi van- köntum þess. Hér má helst nefna nauðsyn þess að tryggja betur eignaréttarlega stöðu aflaheimildanna sem og frjálst framsal þeirra. Það verði gert í fyrsta lagi með því losa um tengsl kvóta og skipa þannig að hvaða aðili sem er geti keypt og átt kvóta - veðsett hann og leigt hann. í öðru lagi að eignarréttur sé tryggður með einhvers konar þjóðfélagssátt- mála sem jafnframt feli það í sér að eigendur hans greiði auðlindagjald. Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli hvort sem það gerist með einhvers konar uppboðum, nýtingar- samningum eða öðrum leiðum heldurað almenn sátt náist um málið. í þriðja lagi er mikilvægt að ýmsum pólitískum höftum sé aflétt af greininni - s.s. hvað varðar stærð fyrirtækja - og ekki sé reynt að rjúfa virðiskeðjur útvegsfyrirtækjanna. Ef stjórn- völd vilja að greinin geti greitt auðlindagjald er ekki samtímis mögulegt að hindra arð- myndun með því að þvinga upp á hana pólitískum markmiðum sem oftar en ekki eru fjarri allri skynsemi. Gott dæmi er hin síendurtekna krafa um nýliðun í greininni. Af hverju þarf nýliðun í sjávarútvegi? Það er búið að eyða áratugum í það að reyna að fækka aðilum í sjávarútvegi - það var lykillinn að hagræðingunni. Af hverju þarf að draga einhverja nýja að? Það er enn algengt að vísað sé til sjávarútvegs sem eins konar námuvinnslu þar sem hagnaðurinn skapist aðeins með því henda vörpu í sjó. Það er rangt í grundvallar- atriðum. Ef annað veiðikerfi væri við lýði myndi það leiða til þess að veiðarnar væru hagnaðarlausar - líkt og var hérlendis fyrir daga kvótakerfisins og þekkist enn í mörgum vestrænum löndum. Hagnaðurinn skapast með því að byggja upp virðiskeðjur sem einnig mynda bakbein fyrir hátækniiðnað af ýmsum toga. Útgerðarmenn hafa í rúm þrjátíu ár farið eftir þeim leikreglum sem þeim voru settar af stjórnvöldum. Þeir eru því ekki þjófar eða lögbrjótar - heldur hafa þeir þrátt fyrir allt gengið vel um þá auðlind sem þeim hefur verið treyst fyrir. Og þeir hafa ekki fengið aflaheimildirnar ókeypis - heldur yfirleitt keypt þær af öðrum útgerðum. Það er þó ekki þar sem sagt að þeir geti haldið allri auðlindarentu íslandsmiða eftir hjá sjálfum sér og áhöfnum skipanna til framtíðar. Staðreyndin er einfaldlega þessi: Ef ekki er brugðist við vaxandi þjóðfélagslegri óánægju mikillar arðmyndunar í greininni mun það að lokum verða höfuðbani kvótakerfisins hvað sem líðurtuði hagfræðinga um hagvæmni og skilvirkni. Dr. Ásgeir Jónsson er dósent við hagfræði- deild Háskóla íslands og efnahagsráðgjah Virðingar. Greinin birtist upphaflega á vef Virðingar en er birt hér með leyfi höfundar. 50 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.