Þjóðmál - 01.12.2016, Side 53

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 53
SJÁVARÚTVEGUR r Færeyingar líta til Islands Færeyska löggjafarþingið samþykkti árið 2006 að segja upp öllum gildandi nýtingarréttindum/veiðileyfum með 10ára aðlögunartíma. Gildandi nýtingarréttindi eru þar af leiðandi aðeins í gildi til 1. janúar 2018. Færeysk stjórnvöld hafa því rúmt ár til að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þar í landi og ákveða framtíðarskipan þess. ítarleg skýrsla sem unnin var af fyrirskipan sjávarútvegsráðherra Færeyja kom út 3. október og yfirskriftina„E/'n Nýggj og varðandi fiskvinnuskipan fyri Foroyar". Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að því sem betur mætti fara í færeyskri fiskveiðistjórnun. Ein aftillögum meirihluta nefndarinnarerað komið verði á aflamarkskerfi sambærulegu hinu íslenska kerfi. Nefndinni var einnig gert að skoða leiðir til úthlutunar á aflaheimildum (réttindum til veiða) með framkvæmd uppboða. Nefndinni var ekki ætla að skoða aðrar leiðir, eins og úthlutun á grundvelli veiðireynslu. Samtökfyrirtækja í sjávarútvegi [SFS] hafa dregið saman meginatriði færeysku skýrslunnar og birt. Þjóðmála hafa nýtt sér þessa greinargerð SFS og birta helstu niðurstöður. í færeysku skýrslunni eru settar fram tillögur til breytinga á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og þæreru nokkuð umfangsmiklar. Þegar litið er til íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfisins má sjá að meirihluti tillagna færeysku skýrslunnar hafa nú þegar komið til framkvæmda hér á landi. Er þar m.a. lagt til að fiskistofnar verði byggðir upp, hafrannsóknir efldar, aflamarkskerfi innleitt, erlent eignarhald verði takmarkað enn frekar ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 51

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.