Þjóðmál - 01.12.2016, Side 56
Þorskafli við ísland (í þúsundum tonna)
Þorskafli við ísland (í þúsundum tonna)
Til viðbótar leiðir dagakerfi til þess að
útgerðir einbeiti sér að því að veiða
verðmætustu tegundina fyrst. Af þeim
sökum er hætta á því að hún verði
ofveidd og svo hin næst verðmætasta
o.s.frv. Dagakerfi viðheldur því óhag-
kvæmu kapphlaupi um aflann og felur
í sér verulega hættu á ofveiði, offjár-
festingu og annarri sóun.
hefur verið á helstu tegundir á undanförnum
áratugum. Því er það niðurstaða nefndar-
innar að sóknardagakerfi hafi ekki verið
árangursríkt.
Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér
ólíka hvata til verðmætasköpunar. Kvóta-
kerfi felur í sér hvata til að gera sem mest
verðmæti úr hverju veiddu kílói fisks. Daga-
kerfi, eins og Færeyingar hafa notað við
stjórn botnfiskveiða á heimamiðum síðan
1996, felur hins vegar í sér hvata til að skapa
sem mest verðmæti á hvern veiðidag. f þessu
felst hvati til að veiða sem mestan afla hvern
dag, sem leiðir til óhagkvæmrar fjárfestingar
í veiðigetu í stað hagkvæmrar fjárfestingar
til að hámarka gæði og verðmæti aflans. Þar
að auki er þekkt að veiðigeta skipa eykst
með tímanum vegna aukinnar þekkingar,
reynslu og tækniþróunar. Þetta leiðirtil þess
að afli verður iðulega meiri en stefnt var að
með stjórnunaraðgerðum og því þarf að
draga úr sókninni og fækka fiskidögum. Það
getur reynst erfitt. Til viðbótar leiðir daga-
kerfi til þess að útgerðir einbeiti sér að því að
veiða verðmætustu tegundina fyrst. Af þeim
sökum er hætta á því að hún verði ofveidd og
svo hin næst verðmætasta o.s.frv. Dagakerfi
viðheldur því óhagkvæmu kapphlaupi um
aflann og felur í sér verulega hættu á ofveiði,
offjárfestingu og annarri sóun.
Hefur skilað litlu
Hefðbundnar botnfiskveiðar á heimamiðum
í Færeyjum hafa litlu skilað frá árinu 2003 en
Færeyingum hefur ekki auðnast að ná utan
um þessar veiðar og byggja upp fiskistofna,
enda eru ekki heppilegir hvatar til þess í
dagakerfi. Mikil umræða var hér á landi á
árunum 2001-2003 um kosti þess að taka
upp færeyska dagakerfið við stjórn fiskveiða
á íslandsmiðum. Á þeim árum veiddist vel
af þorski við Færeyjarog mikil bjartsýni
ríkti. Hrygningarstofn þorsks við Færeyjar
minnkaði hins vegar verulega strax í kjölfarið.
Frá árinu 2005 hefur hrygningarstofninn
verið í mikilli lægð og stærð hans verið við
varúðarmörk. Hugsunin á bak við dagakerfið
byggir á samræmi á milli veiðiþols fiskistofna
og veiðigetu fiskiskipaflotans.
Þingið í Færeyjum ákveður fjöldi
úthlutaðra sóknardaga fyrir hvert fiskveiðiár.
Það vekur óneitanlega athygli að svo er
komið að meginflotinn sem nýttur er til
þorskveiða, línuflotinn, nýtir nú aðeins um
helminginn af úthlutuðum sóknardögum.
Þó svo aðeins helmingur sóknardaganna sé
nýttur er veiðiálagið enn of mikið. Frekari
fiskveiðistjórnunaraðgerðir þurfa því að
koma til. Þessi staða mála gefur vísbendingu
um samspil í aflabrögðum og afkomu við
þessar veiðar.
54 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016