Þjóðmál - 01.12.2016, Page 66
OPINBER GJÖLD FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
■ Opinber gjöld án sérstaks skatts ■ Sérstakur skattur * Með slitabúum
(almenna fjársýsluskattinn og tryggingagjald
af launum, sem nam 3-400 m. á ári 2014-
2015). Árið 2013 var þessi álagning tæplega
30 milljarðar króna en tæplega 27,5 mill-
jarðar 2014. Samtals vegna þessa tveggja
ára voru innheimtir 57,5 milljarðar króna af
fjármálafyrirtækjum í slitameðferð. Þegar
kom að álagningu vegna ársins 2015 höfðu
stöðugleikaframlögin tekið yfir.
Skattur á fjármálafyrirtæki var samþykktur
í tíð fyrri ríkisstjórnar en þá voru
fjármálafyrirtæki í slitameðferð undanskilin.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks hvarf frá því en talið var óeðlilegt að
undanskilja fjármálafyrirtæki í slitameðferð.
Engin ástæða var til að efast um lögmæti
bankaskattsins þá frekar en áður. Hafa verður
í huga að skattprósentan nú er mun lægri en
Þess má geta að í fjögur og hálft ár frá
setningu fjármagnshafta gerði vinstri
stjórnin ekkert til að leysa úr málum
slitabúanna.Tveimur árum eftir að
ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks tók við fæddist skynsam-
leg lausn sem byggirá efnahagslegri
stöðu íslands og jafnræði á milli aðila.
Sú lausn hefur skilað gríðarlegum
efnahagslegum umsnúningi á íslandi
á síðustu tveimur árum.
auðlegðarskattur sá sem síðasta ríkisstjórn
setti á og var látið reyna á fyrir dómsstólum.
f því máli var það niðurstaða dómara að
löggjafinn hafi víðtækt vald til að ákveða
hvaða atriði ráði skattlagningu, jafnvel
þótt slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu.
Enginn slíkur málarekstur varð vegna skatts á
þrotabúin.
Þess má geta að í fjögur og hálft ár frá
setningu fjármagnshafta gerði vinstri stjórnin
ekkert til að leysa úr málum slitabúanna.
Tveimur árum eftir að ríkisstjórn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks tók við fæddist
skynsamleg lausn sem byggirá efnahagslegri
stöðu íslands og jafnræði á milli aðila. Sú
lausn hefur skilað gríðarlegum efnahags-
legum umsnúningi á íslandi á síðustu
tveimur árum.
Þarna voru fjármálafyrirtæki í slitameðferð
(þrotabúin) skattlögð í fyrsta sinn, nokkuð
sem fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að gera
ekki. Það hafði alltaf legið fyrir að ríkið gæti
þurft að vera milliliður, sérstaklega ef menn
vildu flýta framkvæmd Leiðréttingarinnar,
enda liggur í augum uppi að fé verður ekki
fært beint frá skattgreiðanda yfir í útgjöld
ríkisins án aðkomu ríkissjóðs. Því er mjög
undarlegt að sjá umræðu um að heimilin
sjálf hafi þurft að borga Leiðréttinguna þar
sem augljóst var frá upphafi að fjármögnun
aðgerðanna var beintengd bankaskattinum.
64 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016