Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 75
Smæð og skattheimta Prófessor Sibert setur aðra röksemd og nokkru langsóttari fram fyrir því, að smæð sé óhagkvæm. Hún er, að kostnaður við inn- heimtu tekjuskatta lækki með flölgun íbúa. „Þetta hefur í för með sér, að smáríki styðjast síður við tiltölulega hagkvæma skatta eins og tekjuskatt en óhagkvæma skatta eins og innflutningsgjöld." Vísar hún til rannsóknar, þar sem niðurstaðan var, að skattstofnar ríkis virtust þreytast með stærð. Því stærra sem ríkið yrði, því algengari yrðu tekjuskattar, en tollar sjaldgæfari. Skýringin væri mis- jafn kostnaður við skattheimtu. Tollar væru einfaldir í framkvæmd, en kostuðu talsvert á hverja einingu.Tekjuskattar væru flóknari í framkvæmd, krefðust stærra skrifstofukerfis, en kostuðu lítið á hverja einingu. (Jaðarkostn- aður af skattheimtunni væri lægri.)19 Hvort sem þessi röksemd er almennt gild eða ekki, er á henni sá hængur, að hún virðist ekki eiga við um ísland, að minnsta kosti ekki hin síðari ár. Berum aftur saman þrjú Norður- landanna og Bretland og Bandaríkin. Árin 2003-2004 var hlutur tekjuskatts í heildar- tekjum ríkissjóðs í þessum löndum eins og hér er sýnt:20 Tekjuskattur Land Einstaklingar Fyrirtæki Svíþjóð 31,3 5,0 Danmörk 53,1 5,9 (sland 37,6 3,9 Bretland 28,7 7,8 Bandaríkin 35,3 8,1 Hlutfall tekjuskatts einstaklinga af heildar- tekjum ríkissjóðs var hærra á íslandi en í Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum, en lægra en í Danmörku. Árin 2003-2004 voru hér valin, af því að tölur um þau þirtust árið 2006, svo að þær voru tiltækar, þegar prófessor Siþert skrifaði grein sína árið 2009. Ekki er auðvelt að afla upplýsinga um kostnað af skattheimtu almennt á hverja einingu skatttekna, en árið 2004 virðist hann hafa verið 0,59 á hvert hundrað í Svíþjóð, 0,83 í Danmörku, 1,02 á íslandi, 0,97 í Bret- landi og 0,56 í Bandaríkjunum.21 Vissulega var þessi kostnaðurtalsvert meiri á mann á íslandi en í sumum fjölmennari ríkjum, eins og búast mátti við, en hann var síður en svo óviðráðanlegur og raunar svipaður og á Bret- landi, miklu fjölmennara landi. Smæð og samkeppni í framleiðslu ýmissa gæða Prófessor Sibert nefnir enn eina röksemd gegn smáríkjum:„ífámennum löndum kann takmörkuð samkeppni í framleiðslu ómarkaðssettra gæða að leiða til óhag- kvæmni." Með ómarkaðssettum gæðum á hún eflaust við sjúkrahús, háskóla og ýmis önnur gæði, sem ekki ganga kaupum og sölum á markaði vegna stærðar sinnar, þótt þau séu ekki samgæði í strangasta skilningi. Fljótt á litið virðist eitthvað vera til í þessari röksemd. Fámennt ríki eins og ísland hefur tæpast mannauð eða fjárhagslegt bolmagn til að halda uþþi nema einu eða tveimur hátæknisjúkrahúsum og einum eða tveimur úrvalsháskólum. Raunar er langlíklegast, að ekki starfi neitt fyrsta flokks sjúkrahús eða háskóli í svo litlu landi. Þegar ekki starfa nokkur slík fyrirtæki hlið við hlið, verður erfitt að bera saman frammistöðu þeirra í tilraunum til hagræðingar. Annað dæmi er Landsvirkjun. Erfitt er að meta, hvort það fyrirtæki velur hagkvæmustu kosti í fjár- festingu, sölu og rekstri, þegar til lengdar lætur, því að ekkert sambærilegt fyrirtæki starfará íslandi. Málið er þó ekki eins einfalt og Sibert heldur. Er rekstur úrvalsháskóla til dæmis ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir hagkvæmni? Lúx- emborg, eitt ríkasta land heims, rak ekki eigin háskóla fyrr en 2003. Hong Kong og Singapúr urðu áreiðanlega ekki rík vegna háskólanna, sem þar störfuðu. í öðru lagi geta fámennar þjóðir framleitt sum ómarkaðssett gæði í samstarfi við aðrar þjóðir. Ef gott heilbrigðis- kerfi stuðlar að hagvexti, eins og eðlilegt kann að þykja, þá má nýta kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar með því, að sumar flóknar læknisaðgerðir á íslendingum fari fram í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi eða Banda- ríkjunum frekar en á íslandi. Spurningin er ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.