Þjóðmál - 01.12.2016, Page 80

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 80
Alþjóðleg skilyrði á markaði geta breyst snögglega. Lánsfjáraðgengi, sem á undan- förnum misserum hefur verið með ein- dæmum hagfellt fyrir íslenska banka sem og aðra, kann að breytast skyndilega við óvæntar aðstæður. Mikilvægt er að vera við því búinn að slíkt geti gerst.38 Þriðjudaginn 6. nóvember 2007 hélt Davíð ræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og sagði meðal annars: Ódýrt fé lá um hríð hvarvetna á lausu og ýmsir aðilar hér á landi nýttu það tækifæri af djörfung og krafti. Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni verður ekki horft, að ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis. Á sama tíma og íslenska ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og innlendar og erlendar eignir Seðlabankans hafa aukist verulega, þá hafa aðrar erlendar skuldbindingar þjóðarbúsins aukist svo mikið, að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði í samanburði við það. Allt getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.39 Á ársfundi Seðlabankans 2008 sagði Davíð: Því er rétt að ganga út frá því sem vísu, að ástandið muni lítið lagast í bráð og þótt það kunni að lagast fari því fjarri að allt verði eins og áður. Hafi menn ekki þegar tekið sér tak er ekki lengur neins að bíða. Leita þarf allra leiða til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækjanna, ekki síst fjármálafyrirtækjanna og samhliða þarf að skoða markaðsmódelin rækilega upp á nýtt.40 Erfitt er að skilja þessi orð öðru vísi en sem gætilega umvöndun við bankamenn og stjórnvöld. Aðrir ráðamenn hlustuðu ekki á Davíð Oddsson. Þeirtöldu hann ýkja vandann. Hann væri ekki nógu vinsamlegur bankamönnum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði jafnvel í blaðagrein haustið 2008, að íslensku bankarnir ættu að halda áfram að safna innlánum erlendis.41 Hvað sem ummælum Siberts um Davíð Oddsson líður, virðist þó langsótt að nota vanmátt íslenskra valdsmanna til að stöðva útþenslu bankanna sem rök gegn smáríkjum. Ráðamenn í Bret- landi gerðu ekkert til að stöðva öran vöxt RBS, Royal Bank of Scotland, heldur fögnuðu honum.42 Smæð og klíkuskapur Prófessor Sibert telur enn upp þann galla á smáþjóðum,„að það bitni á þeim, hversu náin samskipti fólks séu. í fámenni þekkja allir alla. Þetta getur auðveldað aðgerðir, en hefur líka í för með sér kostnað."Til stuðnings máli sínu vísar hún í ritgerð eftir menntafrömuð á Möltu, Charles Farrugia, sem kvað„náin sam- skipti og fjölskyldutengsl geta við sérstakar aðstæður leitt til klíkuskapar og spillingar".43 Sibert vitnar einnig til prófessors Þorvaldar Gylfasonar um það, að ísland„mótaðist í meira mæli af klíkuskap og stjórnmála- tengslum en nokkurt annað land í Norður- eða Vestur-Evrópu".44 Ýmislegt er við þetta að athuga. Farrugia skrifaði ritgerð sína um þann vanda, sem nýfrjálsar þjóðir stæðu frammi fyrir, af því að þær hefðu ekki við rótgrónar venjur og stofnanir að styðjast. En ísland var aldrei nýlenda, og það er ekki vanþróað land eins og Malta hefur ef til vill verið. Þótt stjórn- sýslan væri ekki umfangsmikil í þessari fámennu dönsku hjálendu, voru flestir embættismenn íslenskir, til dæmis sýslu- menn og prestar, en mótuðust af dönskum hefðum og venjum. Prófessor Sibert bendir ekki á nein gögn önnur en fullyrðingu prófessors Þorvaldar Gylfasonar um, að stjórnmálaspilling eða klíkuskapur sé meiri á íslandi en annars staðar í Norður- eða Vestur-Evrópu. Nú eru til ýmis afbrigði af stjórnmálaspillingu. Eitt hið mildasta kann að vera stjórnmálahygli (party patronage), þegar úthlutun gæða eins og embætta og atvinnuleyfa ræðst frekar af flokkshollustu en hæfni eða reynslu. í ritgerð árið 2006 skipti prófessor Wolfgang Muller vestrænum ríkjum í fjóra flokka eftir stjórn- málahygli: Lítil sem engin (no or virtually no) stjórnmálahygli: Danmörk, Finnland, 78 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.