Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 81

Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 81
Jónas Jónsson frá Hriflu, sem fór með menntamál, heilbrigðismál og dómsmál í stjórninni, skipaði menn hiklaust eftir stjórnmálasjónarmiðum, og urðu margar embættaveitingar hans umdeildar. Noregurog Svíþjóð. Lítil (low level) stjórnmálahygli: Holland, Sviss og Bretland. Nokkur (medium level) stjórnmálahygli: Frakkland, Þýskaland, ísland, írland, Lúxem- borg, Portúgal, Spánn og Bandaríkin. Víðtæk (high level) stjórnmálahygli: Austur- ríki, Belgía, Grikkland og ftalía.45 Ekki er í fljótu bragði Ijóst, hvers vegna Muller skipaði fslandi ekki á bekk með öðrum Norðurlöndum. Þegar hann skrifaði ritgerð sína, var spilling á Islandi talin ein hin minnsta í heimi. Samkvæmt alþjóðlegri spill- ingarvísitölu var það í 4. sæti af 102 ríkjum árið 2002,2. sæti af 133 árið 2003,3. sæti af 145 árið 2004 og 1. sæti af 158 árið 2005.46 Jafnvel þótt tekið væri mark á dilkadrætti prófessors Mullers, væri tvennt merkilegt við hann. í fyrsta lagi er samkvæmt honum engin samsvörun milli smæðar og stjórn- málahygli, eins og ætla mætti af athuga- semdum Siberts. íslandi er til dæmis skipað á þriðja bekk með stórum ríkjum, Frakklandi og Bandaríkjunum, og raunar líka smáríkinu Lúxemborg. í öðru lagi virðist Muller síður en svo vera sammála Þorvaldi Gylfasyni, því að hann dregur ísland í dilk með löndum eins og Ítalíu og Belgíu, þar sem stjórnmálahygli er sögð víðtæk, en Þorvaldur hafði sagt stjórn- málaspillingu eða klíkuskap meiri á íslandi en í nokkru öðru landi í Norður- og Vestur- Evrópu, en þar er Belgía að minnsta kosti niður komin, hvað sem segja má um Ítalíu og Grikkland. Stjórnmálaspilling í skjóli haftabúskapar Vandasamt er og þó forvitnilegt að rann- saka þá fullyrðingu prófessors Siberts, að klíkuskapur sé (eða virðist að minnsta kosti vera) meiri á íslandi en víða annars staðar. Prófessor Þorvaldur Gylfason hefur ekki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings. Því verður að leita annað. Prófessor Gunnar Helgi Kristinsson hefur kannað stöðuveitingar af stjórnmálaástæðum á íslandi og skrifað nokkuð um þær, og virðast erlendir aðilar aðallega styðjast við þau skrif, þar á meðal prófessor Wolfgang Muller.47 Flestir geta tekið undir lýsingu Gunnars Helga á sögulegri þróun íslenskrar stjórnsýslu. Fram til 1927 mótaðist hún af dönskum fyrirmyndum, og þá var meginreglan sú, að embættismenn væru skipaðir eftir verðleikum, eins og þeir voru þá skilgreindir. Þeir, sem lokið höfðu háum lagaprófum, gengu til dæmis fyrir um embætti sýslumanna og dómara. Menn fengu síðan fyrirsjáanlegan framgang í stig- veldi stjórnsýslunnar. Tímamót urðu hins vegar 1927.48 Minni- hlutastjórn framsóknarmanna, sem þá var mynduð með hlutleysi Alþýðuflokksins og sat til 1932, raskaði þessu fyrirkomu- lagi. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem fór með menntamál, heilbrigðismál og dómsmál í stjórninni, skipaði menn hiklaust eftir stjórnmálasjónarmiðum, og urðu margar embættaveitingar hans umdeildar. Jónas taldi sig eflaust vera að slíta í sundur valdavef gamalla skólabræðra úr Lærða skólanum og Kaupmannahafnarháskóla.49 Jafnframt jukust ríkisafskipti, sérstaklega eftir að haftabúskapur hófst upp úr 1930. Sérstakir fulltrúar stjórnmálaflokka úthlutuðu inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfum. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem hafði gagnrýnt harðlega stöðuveitingar Jónasarfrá Hriflu og annarra framsóknarmanna og haldið fram viðskipta- frelsi í stað hafta, á meðan hann var í stjórnar- andstöðu 1927-1932 og 1934-1939, tók fullan þátt í úthlutun gæða eftir stjórnmála- sjónarmiðum. Prófessor Gunnar Helgi Kristinsson hefur eflaust rétt fyrir sér um, að við haftabúskap tímabilsins 1930-1960 réðu stjórnmála- sjónarmið miklu um úthlutun gæða, hvort ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.