Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 84

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 84
íslenskra stjórnmála. Voru í úrtakinu tveir samkennarar Gunnars Helga, stjórnsýslu- fræðingarnir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Margrét S. Björnsdóttir, sem báðar eru virkar í Samfylkingunni?68 Þar eð ekki er vitað, hverjir hinir 17 eru, sem hann tók viðtöl við, verður ekki fullyrt, hvort það úrtak var eðlilegt. Hvaða stöðuveitingar voru líka taldar hafa ráðist af stjórnmálasjónarmiðum einum, ekki af hæfni eða reynslu? Tvær stöduveitingar hæstaréttardómara í ritgerð sinni frá 2006 víkur prófessor Gunnar Helgi Kristinsson sérstaklega að embættum, sem krefjist þess, að þeir, sem þeim gegni, séu óhlutdrægir og njóti trausts. Hann tekur dæmi:„Áhyggjur manna af pólitískri íhlutunarsemi við ráðningar hafa iðulega varðað slík störf, þar á meðal skipun tveggja hæstaréttardómara 2003 og 2004."69 Hér á prófessorinn við það, þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson dómstjóri var skipaður hæstaréttardómari 2003 og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður 2004. Fróðlegt væri að vita, hvort þessar skipanir tvær voru á meðal þeirra stöðuveitinga, sem 17-menningarnir í rannsókn Gunnars Helga töldu aðeins ráðast af stjórnmála- sjónarmiðum. Verður það að teljast líklegt. En að ýmsu er að hyggja. Eflaust hafði prófessorGunnar Helgi Kristinsson áhyggjur af þessum tveimur stöðuveitingum, af því að í bæði skiptin gekk ráðherra gegn áliti Hæstaréttar. Árið 2003 taldi Hæstiréttur þá EiríkTómasson prófessor og Ragnar Hall hæstaréttarlögmann tvo heppilegasta í stöðuna (eins og það var orðað í greinargerð réttarins), en á meðal annarra umsækjenda, sem taldir voru hæfir, voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir. Ólafur hafði það þó fram yfir aðra umsækjendur, að hann var dómstjóri, ekki aðeins héraðsdómari. Samkvæmt skrif- ræðissjónarmiðum hefði hann átt að koma fyrstur til greina, og um hæfni hans var ekki ágreiningur. Hjördís vísaði stöðuveiting- unni til kærunefndar jafnréttismála, sem lagði að eigin frumkvæði sjálfstætt mat á umsækjendur og komst að þeirri niðurstöðu, að Hjördís hefði verið hæfari en Ólafur Börkur í stöðuna, svo að jafnréttislög hefðu verið brotin.70 Ef svo var, þá hafði Hæstiréttur væntanlega líka brotið á Hjördísi með því að meta hana ekki hæfari Ólafi Berki. Vandséð er hins vegar, að stjórnmála- sjónarmið hafi ráðið úrslitum um þetta val ráðherra, sjálfstæðismannsins Björns Bjarnasonar. EiríkurTómasson hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrirannan stjórnarflokkinn, Framsóknarflokkinn (en Gunnar Helgi nefnir sérstaklega, að stöðuveitingar ráðherra til manna úr öðrum flokkum geti verið þáttur í samtryggingu flokkanna). Þeir Ragnar Hall og Ólafur Börkur Þorvaldsson höfðu báðir gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, en Hjördís Hákonardóttir hafði ekki tekið þátt í flokksstarfi, svo að vitað væri, þótt hún hefði ung að árum verið virk í baráttu Samtaka herstöðvaandstæðinga.71 Ef valið stóð í huga ráðherra um Eirík, Ragnar og Ólaf Börk, eins og raunin virtist vera, þá ættu þeir allir að hafa verið stjórnarflokkunum tveimur þóknanlegir. Munurinn var sá, að Eiríkur og Ragnar voru í góðum tengslum við starfandi hæstaréttardómara, en Ólafur Börkur ekki.72 Með því að taka Ólaf Börk fram yfir þá var ráðherra að ganga gegn voldugri „klíku" lögfræðinga. Má því ekki hafa þessa stöðuveitinguna til marks um andstöðu við klíkuskap frekar en að hún sé dæmi um hana? Árið 2004 taldi Hæstiréttur þau Eirík Tómasson prófessor, Stefán Má Stefáns- son prófessor og Hjördísi Hákonardóttur héraðsdómara öll hæfari í stöðu hæstaréttar- dómara en Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann, þótt hann væri vissu- lega talinn hæfur líka. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, veitti engu að síður Jóni Steinari stöðuna. Með því gekk ráðherra gegn reynslu- eða skrifræðissjónarmiðinu, en samkvæmt því hefði væntanlega Hjördís Hákonardóttir staðið næst embættinu stöðu sinnar og starfsreynslu vegna. Hins vegar er hæpið að halda því fram, að stöðuveitingin 82 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.